• Orðrómur

Mun færri plastflöskur á Alþingi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þingmönnum og starfsfólki Alþingis hefur tekist að draga verulega úr notkun á einnota plastflöskum.

Í október í fyrra fékk Alþingi viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu.

Með innleiðingu á ákvenum aðgerðum í umhverfismálum hefur þingmönnum og starfsfólki Alþingis tekist að fækka plastflöskum um 2.500 árlega.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir meðal annars: „innkaup á sódavatni í einnota plastflöskum hafa dregist saman um 87%. Þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem Alþingi gaf þeim. Þessi aðgerð fækkar einnota plastflöskum um u.þ.b. 2.500 árlega.“

- Auglýsing -

Þá hefur starfsfólki Alþingis tekist að draga verulega úr þeim fjölpósti sem berst í Alþingi.

„Í hverjum mánuði bárust um 40 kg af fjölpósti til Alþingis sem jafngildir um hálfu tonni af pappír árlega. Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember s.l. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“

Þá kemur einnig fram að starfsmenn og þingmenn hafi einnig tekið upp á því að hjóla og ganga í vinnuna í auknum mæli.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Fuglinn í fjörunni hann heitir Hrafn

Hugsjónamaðurinn Hrafn Jökulsson stendur í stórræðum við að hreinsa fjörur á Ströndum. Tugir sjálfboðaliða eru til hjálpar. Hrafn...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -