2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Munurinn á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum getur numið mörg hundruð krónum

Átt þú eftir að kaupa páskaeggin? Þá borgar sig að lesa yfir þetta.

Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verlsana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef ASÍ á dögunum.

Verðkönnun ASÍ leiddi í ljós að munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu.

Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum.

3.579 krónur í Bónus en 4.599 krónur í Super 1

AUGLÝSING


Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr.

Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.

Sjá einnig: Páskaeggin hækkað í verði á hverju ári frá 2014

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is