Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Mynd dagsins: Hneyksli í Bónus og umdeild mynd fjarlægð – Viðbrögðin komu öllum á óvart

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mynd sem tekin var í Bónus í vikunni vakti mikla athygli í grúppunni Stafsetningarperrinn. Á myndinni má sjá skilti með stafsetningarvillum. Sú sem póstaði myndinni virtist afar hneyksluð á að „MATVARA MEÐ AFSLATTUR,“ væri stafsett vitlaust. Fyrir ofan myndina skrifaði konan:

„Þetta stakk mig illa í augun … Bónus Árbæ í dag.“

Í stað þess að hneykslunaralda risi í hópi stafsetningarperra, snerust flestir meðlima á sveif með búðarstarfsmanninum. Helga Kress háskólaprófessor sagði ákveðna fegurð fólgna í textanum og þá ættu allir að geta stautað sig fram úr textanum og um leið áttað sig á að á þessum svæði væri til sölu Matur með afslætti.

Stuðnings yfirlýsingum og hrósi hélt áfram að rigna yfir huldumanninn í versluninni og á endanum var myndin og hin jákvæða umræða fjarlægð. Hvort það voru stjórnendur Stafsettingaperrans eða hneykslaður málshefjandi er ekki vitað en tók ekki langan tíma að verða umdeild.

Mynd dagsins er því afar jákvæð og leitt að geta ekki vitnað í fleiri innlegg þessa merka hóps. Karen Kjartansdóttir, sem lengi var í hópi okkar allra bestu fjölmiðlamanna en starfar nú sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir í samtali við Mannlíf að hún hafi verið ein þeirra sem hrósaði „skiltagerðarmanninum“ í Bónus.

„Manneskjan sem skrifaði þetta er augljóslega ekki með íslensku að móðurmáli. Mér finnst þetta svolítið fallegt,“ sagði Karen og þó flestir væru á bandi starfsmannsins ráku örfáir upp harmakvein er þeir sáu myndina. Karen var ein fjölmargra sem ákvað að taka upp hanskann fyrir skiltagerðarmanninn í Bónus. Hún sagði:

- Auglýsing -

„Hvers vegna eru þið að lítillækka manneskju sem augljóslega hefur ekki íslensku að móðurmáli. Þetta skilti er bæði fallegt og skemmtilegt. Ef við bregðumst svona við fara allir að tala lélega ensku í stað fjölbreyttrar íslensku.

Áfram skiltagerðamaður.“

Blaðamaður biðst innilega afsökunar hefur hann hefur gert villu í textanum. Ef vill er í textanum, endilega deilið þá Mynd dagsins inn í grúppuna Stafsetningarperrinn á Facebook og skammið blaðamanninn! Grúppan er ein sú skemmtilegasta á samfélagsmiðlum og má finna HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -