Laugardagur 24. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Mynd dagsins: „Oj bara“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mynd dagsins á Björg Guðmundsdóttir, íbúi í Grafarvogi, sem hún birti inni í hverfishópi íbúa á Facebook. Myndin er samsett af nokkrum myndum sem hún tók á göngutúr um hverfið og eiga það allar sammerkt að vera af hundaskít.

Með samsettu myndinni var Björg með skilaboð til nágranna sinna í Grafarvogi:

„Kæru samborgarar í Grafarvogi! Ég labba mjög oft með hundinn minn hring í Völundarhúsum, þetta er ekki löng leið en við nánast þriðja hvert skref er að finna „glaðning“ frá öðrum hundum. Þetta er líka ekki eini staðurinn sem maður labbar frammá brúnan. En þessir hundar eiga eiganda sem ætti að hreinsa þetta upp. NB: Ég kom aðeins sex myndum á þessa samsettu mynd. Elsku hundaeigendur vinsamlega hreinsið upp eftir ykkar hunda! Ég hreinsa upp eftir minn. Ást og friður!“

Margrét, íbúi Grafarvogs, er ekki hrifin. „Oj bara,“ segir Margrét. Það er Bergþóra ekki heldur. „Þetta er svo óþolandi og svo er þetta extra slæmt finnst mér þegar búið er að snjóa og hann fer að bráðna. Gubbbba,“ segir Bergþóra.

Atli skilur ekkert í þessari hegðun. „Voðalegir kúkalabbar eru þessir hundar og líka þetta fólk sem tekur ekki upp skítinn. Ég bíð bara eftir að þetta fólk skíti sjálft á gangstéttirnar og grasið,“ segir Atli.
Hólmfríður segir þetta vandamál víða í Grafarvoginum. „Þetta er mjög slæmt í Rimahverfinu líka. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sem skór og fatnaður kemur inn útbíjað í hundaskít. 3 ára barnið gerir ekki annað en að benda manni á kúk þegar við löbbum í og úr leikskóla/skóla. Virkilega ósmekklegt,“ segir Hólmfríður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -