Mynd dagsins: Ótrúleg sýn blasti við Tómasi þegar hann tók af sér höfuðljósið – Sjáðu myndina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Áhugaverð sjón blasti við Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni, þegar hann leit í spegil eftir að hafa lokið við aðgerð. Eftir annasama helgi við skurðborðið virtist hann vera orðinn sambrýndur.

Ekki var þó um skyndilegan og óútskýrðan hárvöxt að ræða, heldur var gúmmíið í höfuðljósi Tómasar farið að slitna og skildi það eftir sig svona skemmtilegt far á enni hans.

Tómas birtir myndirnar af sér í færslu á Facebook síðu sinni ásamt áhugaverðum fróðleik um augabrúnir: „Vissuð þið annars að hvor augabrún samanstendur af 250 augnhárum sem duga að meðaltali í 120 daga. Fannst mikilvægt að koma þessu að. Merkilegra er þó að samvaxin augabrún getur erfst – enda beinttengd geninu PAX3 – sem er frekar kúl nafn á geni.“

Skrifar Tómas að í Óman og Tjikistan þyki samvaxnar augabrúnir afar eftirsóknarverðar, en þar boði það frjósemi hjá konum og sanni karlmennsku hjá körlum.
Sömu sögu er ekki að segja á Vesturlöndum, þar sem fólk gengst undir lýtaaðgerðir til að láta aðskilja augabrúnir sínar.
Segist Tómas þó sleppa við slíka aðgerð hjá félögum sínum þar sem í hans tilfelli var einungis um gúmmíleifar að ræða.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -