Mynd dagsins: „Þetta hótunarbréf var skilið eftir fyrir utan hjá mér í morgun“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mynd dagsins birti Inga nokkur í Facebook-hópnum Íbúar í Mosfellsbæ. Þar birtir hún hótunarbréf sem hún fékk innum lúguna. Bréfinu fylgdi kattaról af kettinum hennar. Bréfið hefur vakið mikla athygli í grúppunni og mæla íbúar í Mosfellsbæ með því að Inga óski eftir liðsinni lögreglu, til hvaða bragðs eigi að taka og finnst þeim hótunartónninn óhuggulegur.

„Marco er mjög ljúfur en greinilega ansi forvitinn. Hann er 3 ára, geldur og merktur. Það er vel hugsað um hann og hann er alltaf inni á nóttinni. En hann er útiköttur og að sjálfsögðu er ég ekki að fara að halda honum allt í einu inni, það væri grimmt,“ segir Inga og bætir við:

„Það hefði ekki verið flókið að hringja bara í mig og ræða málin, ég er á ja.is og símanr. mitt er á ólinni hans Marco sem var skilinn eftir ásamt bréfinu. Hann týnir öðru hvoru ólinni úti og henni er stundum skilað innum lúguna. Ég veit ekki hvort bréfritari hafi fundið ólina úti eða tekið hana af honum til að senda með bréfinu, segir Inga og endar orðsendingu sína á þessum orðum:

„Mér finnst auðvitað leiðinlegt ef kötturinn er að valda ama en er flókið að einfaldlega tryggja að utanað komandi dýr komist ekki inn í íbúðina hjá manni?

Ég get því miður ekki rætt þetta við kisa og get lítið gert í stöðunni. Hafa einhverjir hér reynslu af einhverju svipuðu?“

Fjölmargir íbúar í Mosfellsbæ tjá sig um málið. Sandra Ósk segir:

„Finnst þessi manneskja vera meira til ama heldur en kötturinn að senda svona hótunarbréf á heimili fólks. Þetta finnst mér alls ekki í lagi og má þessi einstaklingur innilega skammast sín. Það þarf að komast til botns í þessu máli.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -