Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Myndband af vettvangi á Tenerife – Tvær íslenskar konur á gjörgæslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk kona, sem lenti í alvarlegu slysi á Tenerife á sunnudag, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi á eynni, en vinkona hennar, sem slasaðist líka illa, er ekki eins þungt haldin, samkvæmt heimildum Mannlífs.

Í það heila voru það fimm íslenskar konur sem slösuðust þegar króna pálmatrés brotnaði af og féll niður á þær; þar sem þær sátu að snæðingi í Las Verónicas, við Playa de las Americas ströndina.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Sveinn H. Guðmarsson, hefur staðfest að leitað hafi verið til kjörræðismanns á Kanaríeyjum vegna slyssins.

Tvær af konunum fimm slösuðust alvarlega og samkvæmt spænska vefmiðlinum Diario de Avisos, hlaut ein konan marga alvarlega áverka og önnur hlaut alvarlega áverka á andliti og fótum; sú þriðja fjölmarga minni áverka. Hinar tvær konurnar eru minna slasaðar.

Pálmatré geta verið á bilinu 7 til 12 metrar á hæð og króna þessara trjáa getur verið mörg hundruð kíló að þyngd.

Til að bæta gráu ofan á svart þá komu til skjalanna bíræfnir þjófar, á meðan konurnar lágu slasaðar, sem gerðu sér lítið fyrir stálu símum frá þremur kvennanna.

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi þar sem slökkvilið eyjaskeggja brunar á slysstaðinn:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -