Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

MYNDBAND – Bíll Birtu fullur af músum: „Vill einhver annars kaupa bíl? Mýs í kaupbæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birta nokkur birti óhuggulegt myndband á Twitter aðgangi sínum í gær. Í myndbandinu má sjá mús inni í bíl hennar og músaskít allt í kring um hana. Með myndbandinu skrifaði Birta; „Bílinn minn er morandi í músum og músaskít. Vona að vikan ykkar sé betri en mín.

Starfskona Mannlífs lenti í því sama í gær er hún ætlaði að keyra bíl sinn. Þar var fyrir mús og kallaði hún því til meindýraeyðis.

Mús
Mús
Mynd: Rúv

Í samtali við Mannlíf, sagðist Stefán, meindýraeyðir hjá Meindýravarnir Ókindarinnar, hafa tekið eftir gríðarlegri fjölgun músa í bílum, frá því fyrra. Vill hann þó ekki skrifa undir að um faraldur sé að ræða en sagðist hafa skýrari mynd um það eftir 20 daga, „þetta er að byrja, það er kannski ekki gott að segja alveg strax.“

Aðspurður sagði Stefán að mýsnar leyti í bíla til að finna skjól. „Það er ekki hlýja, það er mikill misskilningur. En það er bara fæða og skjól. Það eru kettir út um allt og svo þarf ekki nema eitt Snickers svo þær fari að naga sig inn í bíla.“

Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig í ósköpunum mýsnar komast inn í bílana. „Það er alltaf hægt að finna leið, það þarf ekki nema pínkulítið gat,“ sagði Stefán meindýraeyðir.

Hér er myndbandið hennar Birtu:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -