• Orðrómur

MYNDBAND – Öskur og læti er maður stunginn margsinnis í bak og axlir á Sushi Social í miðborginni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Það er 30 sekúndna langt og má sjá karlmann á fertugsaldri stundinn margsinnis í bak og axlir á þeim tíma.

Blaðamaður Mannlífs var nærri vettvangi og varð vitni að því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ók um hverfið eftir árásina og spurði gangandi vegfarendur hvort þeir hefðu orðið varir við marga menn á hlaupum um svæðið. Lögreglan leitaði í hverfinu um hálftíma eftir árásinu og sjúkrabíll kom fljótlega á vettvang.

Eins og sjá má á myndbandinu voru öskur og læti á veitingastaðnum meðan árásin stóð yfir. Gestir sem þar sátu sátu ýmist furðu lostnir eða óttaslegnir í sætum sínum meðan fórnarlambið var ítrekað stungið.

- Auglýsing -

Lögreglan hefur greint frá því að fórnarlambið er karlmaður á fertugsaldri og mun hann ekki vera með lífshættulega áverka eftir árásina. Árásarmaðurinn er nú í haldi lögreglu. Báðir voru þeir úti að borða saman og báðir létu sig hverfa af staðnum áður en lögregla kom á vettvang.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -