Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

MYNDBAND – Svona er Fagradalsfjall fyrir og eftir gos

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einstöku myndskeiði af Fagradalsfjalli í Geldingadal, sem sýnir svæðið áður en byrjaði að gjósa og hvernig það lítur út núna, hefur verið deilt á YouTube.

Fyrri partur myndskeiðsins sýnir Fagradalsfjall þann 1. mars síðastliðinn, þremur vikum áður en eldgos í fjallinu hófst. Síðari hlutinn var tekinn upp 25. apríl og sýnir gosið og þá breytingu sem orðið hefur á landsvæðinu í kring.

Það er Snorri Þór Tryggvason, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður með meiru, sem á heiðurinn af myndskeiðinu.

Segir Snorri í samtali við Mannlíf þessar ljósmyndir líklegast vera þær mikilvægustu, í sögulegu samhengi, sem hann mun nokkurn tímann fá tækifæri til að taka.

Fyrirtæki Snorra Þórs, Iceland 360° VR, sérhæfir sig í hágæða 360° panórama ljósmyndum af Íslandi. Hægt er að fara í einstakar sýndarveruleikaferðir um landið inni á vef þeirra, ásamt því að sjá fleiri magnaðar myndir af eldgosinu í Geldingadölum.

Myndskeiðið af Fagradalsfjalli, fyrir og eftir, má sjá hér að neðan.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -