Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Myrti konu sína og ófæddan son

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Scott Peterson, 49 ára bandaríkjamaður fékk dauðadóm árið 2004 fyrir að myrða eiginkonu sína og ófætt barn þeirra. Eftir 15 ár á dauðaganginum var málinu áfrýjað og dómnum breytt í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Þann 23 desember árið 2002 er Scott sagður hafa myrt Laci, konuna sína og ófæddan son þeirra á hrottalegan hátt, Laci var gengin átta mánuði á leið. Scott hafi átt í ítrekuðum framhjáhöldum og er það talið ástæða morðanna. Scott gekk laus í eitt ár áður en lögregla handtók hann fyrir morðin, ári síðar var hann svo dæmdur til dauða.

Talið er að um 2000 konur séu myrtar af maka sínum á ári hverju í Bandaríkjunum. Um 75% færri konur myrða menn sína en öfugt en aðeins lítill hluti mála af þessu tagi rata í fjölmiðla. Um hálf milljón kvenna í Bandaríkjunum leitar aðstoðar á sjúkrahúsi ár hvert eftir ofbeldi af hálfu maka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -