Föstudagur 30. september, 2022
8.8 C
Reykjavik

Nær allir hluthafarnir höfnuðu Alvotech – Róbert sagði Bandaríkjamenn hrífast af fyrirtækinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alvotech tilkynnti í desember 2021 um fyrirhugaðan samruna við sérhæft yfirtökufyrirtæki í Bandaríkjunum, Oaktree Acquisition Corp. II. Með samrunanum, sem var formlega samþykktur í júní síðastliðinn, öðlaðist Alvotech aðgengi að bandarískum fjármálamarkaði.

Miklar væntingar sköpuðust í kringum skráningu í Nasdaq kauphöllina vestanhafs sem tókst með fyrrnefndum samruna. Gefið var til kynna að bandarískir fjárfestar hefðu mikinn áhuga á fyrirtækinu og stjórnir fyrirtækjanna réðust í langt og flókið umsóknarferli til að ná samrunanum í gegn. Oaktree Specialty Lending Corporation, sem er systurfélag samrunafélagsins, á mikillra hagsmuna að gæta vegna skráningu Alvotech. Sjóðurinn hefur lánað Alvotech 120 milljónir Bandaríkjadala á 15 prósenta vöxtum, líkt og Fréttablaðið greindi frá þann 9. desember 2021.

Við sama tilefni sagði Róbert Wessman stjórnarformaður Alvotech, í samtali við Fréttablaðið að forsvarsmenn Oaktree í Bandaríkjunum hafi hrifist af Alvotech.

„Þeir voru mjög ánægðir með framgang fyrirtækisins og stjórnendur og því enduðum við á að fara í SPAC samruna með Oaktree, eftir að hafa staðið frammi fyrir tveimur frábærum valkostum þegar kom að því að velja SPAC.“

Þessi meinti áhugi hluthafa Oaktree virðist þó ekki hafa verið raunverulegur ef marka má Viðskiptablaðið í gær, þar sem fullyrt er að 96 prósent allra hluthafa hafi frekar kosið reiðufé en að eiga hlutabréf í Alvotech. Slíkt mun vera fáheyrt á fjármálamarkaði vestra, að nánast allir hluthafar samrunafyrirtækis yfirgefi það, eftir að stjórn þess hafi ákveðið að ráðast í samruna.

Aðeins 10 milljónir skiluðu sér

Umfjöllun Viðskiptablaðsins sviptir hulunni af málinu og þykir vera mikil tíðindi fyrir þá sem fylgjast með Alvotech. Blaðið greinir frá því að samruni við yfirtökufélagið sem var sérstaklega hannað til að útvega nýtt fjármagn, hafi aðeins skilað 10 milljónum Bandaríkjadala en ekki 250 milljónum eins og til stóð. Þegar uppi var staðið virðist Alvotech að miklu leiti hafi treyst á fjármagn íslenskra fjárfesta, meðal annars lífeyrissjóða. Viðskiptablaðið greinir frá því að helmingur af þeim 175 milljónum Bandaríkjadala sem safnað var, hafi komið frá Íslandi.

Vogunarsjóðir til bjargar

- Auglýsing -

Alvotech greindi frá því í apríl að það hefði gengið frá samkomulagi við tvo bandaríska vogunarsjóði um að mæta innlausnum hluthafa sem kusu reiðufé umfram hlutafé. Viðskiptablaðið upplýsir um að félagið eigi þó enn í viðræðum við sjóðina um endanlega skilmála og fyrirvara. 

Lítil viðskipti

Sé litið til virðis Alvotech í kauphöllinni í Bandaríkjunum sem stendur nú í um tveimur milljörðum Bandaríkjadala, þá hafa viðskipti með hluti í fyrirtækinu verið mjög lítil. Mannlíf greindi nýlega frá því að skráningin hefði í raun verið mikið áfall fyrir Róbert og æðstu stjórnendur Alvotech eftir að hlutabréfin höfðu lækkað um 120 milljarða króna, eða um nær helming.

Hlutabréfin fóru lægst í 5,3 dali á hlut en standa nú í 8,2 dölum á hlut eftir um 7 prósent lækkun eftir fréttir gærdagsins. Á Íslandi lækkuðu bréfin um 6 prósent í dag. Athygli hefur vakið að frá því bréfin lækkuðu um nær helming hafa aðeins átt sér stað viðskipti fyrir nokkur hundruð milljónir króna sem hafa gert það að verkum að hlutabréfin hafa „rétt úr kútnum“ í bili að minnsta kosti.

- Auglýsing -

Alvotech hefur boðað mikla verðmætasköpun hér á landi og að útflutningstekjur fyrirtækisins verði meiri en allur útflutningur sjávarafurða. Fyrirtækið hefur skapað mikið af hátæknistörfum hér á landi og byggt nýja lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni. Hjá fyrirtækinu á Íslandi starfa um 700 manns.

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni. 

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -