Nærföt Rihönnu seljast eins og heitar lummur

Deila

- Auglýsing -

Nærfatalínu Rihönnu, í samstarfi við Savage X Fenty, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en línan fór í sölu um helgina.

Mikið álag var á heimasíðu Savage X Fenty sökum aðsóknar í undirfötin, og seldist mikið upp á nokkrum klukkutímum.

Í línunni er allt frá brjóstahöldurum yfir í náttkjóla, og er klæðnaðurinn í línunni í ýmsum stærðum, litum og efnum. Þá er verðið líka frekar viðráðanlegt, en hægt er að fá talsvert mikið af undirfötum í kringum tíu þúsund krónur.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um það sem er í línunni en hægt er að versla hana í vefverslun Savage X Fenty.

- Advertisement -

Athugasemdir