• Orðrómur

Namibískir fjölmiðlamenn fordæma eineltisherferð Samherja

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samtök fjölmiðla í Namibíu fordæma aðferðir Samherja til að þagga niður ásakanir í garð þeirra vegna mútumálsins mikla. Segja þau Samherja hafa notað ýmsar aðferðir til að ógna fréttamönnum, meðal annars dreift ósannindum, gefið út áróðursmyndbönd og jafnvel lagt einstaklinga í einelti í því skyni að kveða í kútinn ásakanir í garð fyrirtækisins.

„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Samtaka fjölmiðla í Namibíu (Namibia Media Professionals Union) … hafa íslenskir fjölmiðlamenn mátt sæta skipulagðri herferð eineltis og áreitis“ síðan Samherjamálið kom upp.

Vissulega hafi fyrirtækið rétt til að svara fyrir sig, en má þó ekki ganga of langt í að þagga niður gagnrýnisraddir.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Maður er í vörn núna“ segir Þorsteinn Már

Þá hafa Samtökin gefið út þá yfirlýsingu að þeir standi einhuga að baki starfsbræðra sinna á Íslandi í baráttu þeirra við Samherja.

Samtökin fjölmiðla í Namibíu undrast jafnframt hve óöruggt starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé óðum að verða.

- Auglýsing -

„Að lokum viljum við,“ segja NAMPU, „hvetja alla fjölmiðlamenn hvar sem þeir eru í heiminum, þó sérstaklega í Evrópu, til að sýna stuðning íslenskum starfsbræðrum sínum með því að fordæma þær ógnanir sem íslenskt fyrirtæki hefur haft uppi í garð fjölmiðlamanna þar í landi.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -