• Orðrómur

Natan Dagur þarf þinn stuðning! – Biðlað til íslensku þjóðarinnar að kjósa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að hinn íslenski, Natan Dagur Benediktsson, hafi slegið í gegn í norsku útgáfu þáttanna The Voice.

Natan er nú kominn í 16 manna úrslit og bíður eftir því að stíga á svið annað kvöld.

Í fyrstu umferð The Voice, fara fram svokallaðar blindprufur. Þá snúa dómarar baki í flytjandann þegar hann stígur á svið og eiga því að dæma eingöngu eftir rödd viðkomandi. Ef dómara líst vel á sönginn, snýr hann sæti sínu við og er þar með að gefa flytjandanum kost á að velja sig sem þjálfara í keppninni og veita honum um leið áframhaldandi þátttökurétt í henni.

- Auglýsing -

Þegar Natan Dagur steig fyrst á svið í The Voice var hann í fyrsta skipti á ævinni að syngja fyrir framan áhorfendur. Reynsluleysið virðist ekki hafa háð honum, því allir fjórir dómararnir snéru sér við, stóðu upp og klöppuðu fyrir frammistöðu hans. Honum var einnig afar vel fagnað af áhorfendum í sal.

Annað kvöld syngur Natan Dagur í fyrsta sinn í beinni útsendingu og mun hann flytja lagið Vor í Vaglaskógi.

Nú er komið að áhorfendum að kjósa og geta Íslendingar og aðrir utan Noregs horft á þáttinn og kosið inni á vefsíðu TV2.

- Auglýsing -

Þátturinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma.

Áfram Natan!

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -