2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nektarmyndir af látinni konu í dreifingu á samfélagsmiðlum: „Og þá kom smá áfall“

Bára Halldórsdóttir segir frá því í gær í Facebook-færslu að nektarmyndir hafi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í allt sumar. Myndunum er dreift undir þeim formerkjum að konan á myndinni sé Bára en svo er ekki.

„Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur,“ skrifar Bára Halldórsdóttir meðal annars í Facebook-færslu um nektarmyndir sem eru í dreifingu undir þeim formerkjum að um myndir af henni sé að ræða.

Bára segist ekki hafa kippt sér upp við að heyra að nektarmyndir væru í dreifingu sem sagðar voru af henni. Bára segist hins vegar hafa fengið áfall þegar hún áttaði sig á konan á myndunum væri látin.

„Ég bað um að fá myndirnar sendar. Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall,“ skrifar Bára.

AUGLÝSING


Bára biður fólk um að deila myndunum sem um ræðir ekki. „Ef þið rekist á myndirnar, ekki senda þær áfram. Ef þið fréttið af þeim látið vita að um látna manneskju er að ræða. Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl.“

Færslu Báru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is