• Orðrómur

Nettó hefur hækkað verð talsvert á mjög skömmum tíma – Ríflega 30 prósenta hækkun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Verðkönnun Mannlífs skoðaði mun á verði, hjá Nettó fyrir rétt rúmum þrem mánuðum og í dag. Borin voru saman verð út könnun Mannlífs er birtist 29. mars  síðastliðinn og verð í vefverslun Nettó nú.

 

Niðurstöður

- Auglýsing -

Skoðaðar voru 20 vörutegundir, 14 þeirra hafa hækkað í verði hjá Nettó. Tvær vörur lækkuðu í verði og fjórar stóðu í stað.

13 vörutegundir hækkuðu um 0,4 til 10 prósent.

Stellu rúgbrauð hækkaði um tæplega 31 prósent.

- Auglýsing -

Tvær vörur lækkuðu í verði Bertolli viðbit lækkaði um 4,1 prósent og Hatting pítubrauð um tæplega 18 prósent.

 

Undarlegar breytingar á verðum

- Auglýsing -

Það sem vekur athygli fyrir utan það að verð hafa hækkað talsvert á þessum stutta tíma, er það að þegar rýnt er í verðkönnun Mannlífs sem birtist þann 29. mars hafa orðið augljósar hrókeringar á verðlagningu hjá Nettó. Í fyrri könnuninni var Nettó með Hatting pítubrauðin  28,4 prósent dýrari en Heimkaup. Nú má sjá að einnig hafa orðið breytingar á verði Stellu rúgbrauðs sem mest hefur hækkað í þessarri könnun eða tæp 31 prósent en í eldri könnuninni var Heimkaup með rúgbrauðið 22,3 prósent dýrara en Nettó.

 

 Leikur að verðum

Nettó hefur augljóslega hækkað verð á Stellu rúgbrauði frá því könnunin 29. mars var gerð og lækkað þar sem þeir komu illa út, Hatting pítubrauð. Þetta sýnir svart á hvítu að verslunin leikur sér með verðin og í leiðinni með neytendur. Þetta er langt því frá einsdæmi og sýnir hvað það er gríðarlega mikilvægt að einhver sé virkur í að fylgjast með og láta neytendur vita. Einnig, eins og alltaf hvetur Mannlíf neytendur til þess að vera glaðvakandi og gæta hagsmuna sinna.

Engin svör

Mannlíf hefur ítrekað sent póst á Samkaup til þess að meðal annars að spyrja um verðlagið hjá versluninni og þá hvort það sé forsvaranlegt að skilgreina Nettó sem lágvöruverðsverslun. Rekstrarstjóri Nettó, Hallur Geir Heiðarsson svarar engum spurningum frá Mannlíf og verður það að teljast í meira lagi skrítið.

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum:

 

 

Mannlíf er með puttann á púlsinum og framkvæmir verðkannanir tvisvar í viku og birtast þær á mánudögum og föstudögum öllu jafnan klukkan: 8:00. Hefur þú ábendingu um hvar Mannlíf ætti að framkvæma verðkönnun ? Sendu þá póst á [email protected]

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -