Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar: „Ég kaupi ekki gos nammi eða snakk nema kannski þegar barnabörnin eru væntanleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur er neytandi vikunnar að þessu sinni. Kolbrún er gift Jóni Guðmundssyni plöntulífeðlisfræðingi og á hún tvær dætur þær Kareni Áslaugu og Hörpu Rún. Kolbrún á svo þar að auki fjögur barnabörn, Rakeli Sif, Elías Andra, Dag Kára og Matthildi. Kolbrún er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, hún er einnig með prófgráðu í uppeldis- og kennslufræðum. Hún hefur auk þess að hafa starfað sem sálfræðingur lagt stund á kennslu, bæði á grunnskólastigi og við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Kolbrún hefur einnig starfað hjá Fangelsismálastofnun, ásamt því að hafa sinnt störfum yfirsálfræðings á Stuðlum og sálfræðingur barnavernarmála í Kópavogi. Hún var skólasálfræðingur í Áslandsskóla og starfaði á Heilsugæslustöðinni í Mjódd. Þá var Kolbrún um sex ára skeið formaður Barnaheilla- Save the Children á Íslandi.

Kolbrún hóf rekstur á eigin sálfræðistofu árið 1992 og hefur hún rekið hana allar götur síðan samhliða öðrum störfum. Hún hefur verið leiðbeinandi hjá Ökuskólanum í Mjódd í rúm tíu ár og kennir þar umferðarsálfræði.  Kolbrún starfar sem verktaki á Göngudeild sóttvarna þar sem hún veitir hælisleitendum sálfræðilegan stuðning. Kolbrún hefur gríðarlega yfirgripsmikla reynslu og hefur tekið sér margt fleira fyrir hendur, svo sem haldið fjölda fyrirlestra auk námskeiða. Hér má sjá ítarlegri upplýsingar um störf Kolbrúnar.

 

Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Ég hef ekki tekið þetta saman, held í mat og rekstrarvörur séum við frekar í lægri kantinum. Ég til dæmis nýti afganga mjög vel, vil aldrei henda mat. Ég kaupi ekki gos, nammi eða snakk nema kannski þegar barnabörnin eru væntanleg. Versla í Krónunni, verslun næst mér, stundum Bónus og Nettó og fer einu sinni í viku í fiskbúð“.

 

- Auglýsing -

Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi ?

„Sjálfsagt er að spara í matarinnkaupum og miklu máli skiptir að matvælum sé ekki sóað. Sem neytandi sakna ég þess að ekki er hægt að kaupa matvæli beint, af til dæmis sjómönnum sem koma með fisk að landi, eins og áður var hægt. Nú eru fiskmarkaðir lokaðir almenningi en svo ætti ekki að vera. Mér finnst að vörur sem eru klárlega ekki hollar mættu vera dýrari en ávextir og grænmeti ódýrari“.

 

- Auglýsing -

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er ?

„Já mér hefur alltaf þótt gott að safna fyrir hlutum, vil ekki taka lán. Á árum áður safnaði ég til að borga niður lán og það hefur komið sér vel“.

 

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

„Álagning er víða rífleg sem má sjá af miklu verslunarframboði og góðum tekjum kaupmanna, alla vega þeirra sem er á þéttbýlum svæðum. Mér sýnist verðmunur vera mikill milli verslana og ég leita aðeins eftir samanburði“.

 

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

„Verðtryggð lán er skásti kosturinn á meðan við búum við krónuna. Þá er greitt aftur það sama og tekið var að láni, ásamt vöxtum sem eru háir miðað við vexti á Evrópu. Óverðtryggð lán eru óvissulán, stundum græðir lántakandinn íkt og oftast á hluta síðustu aldar, en þá var happdrætti að fá lán og tengdist oft pólitískri spillingu. Á þessarri öld hefur staðan breyst. Lántakandinn greiðir háa vexti oft breytilega og bankinn tryggir sig fyrir tapi á lánum“.

 

 Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Já hún skiptir máli. Við verðum að ganga það vel um náttúruna að hún verði eins góð þegar við kveðjum og þegar við komum“.

Annað sem þú vilt taka fram ?

„Kannski aðgengismálin að verslunum sem mættu vera betri víða fyrir þá sem eru með með skerta hreyfifærni. Mér finnst við oft gleyma þessum hópi, t.d. ef litið er til Reykjavíkurborgar þá er aðgengi að almenningssamgöngum, strætóbiðstöðvum ferlegt víða“.

 

Hvaða mál og málaflokka telur þú að þurfi að leggja meiri áherslu á ?

„Baráttumál okkar í Flokki fólksins er að enginn þurfi að búa við fátækt. Því miður hefur fátækt aukist í Covidinu og var hún mikil fyrir. Þetta má sjá á þeim þúsundum sem treysta á hjálparsamtök. Húsnæðisvandi er enn mikill. Skortur er á hagkvæmu húsnæði. Nokkur þúsund manns, fjölskyldur, búa í óöruggu, ósamþykktu húsnæði stundum hættulegu, brunavörnum er ábótavant og aðstæður ómögulegar. Í þessi húsnæði sem stundum er iðnaðarhúsnæði leitar fólk skjóls því það hefur ekki í önnur hús að venda. Sértæk húsnæði fyrir fatlað fólk vantar einnig mikið. Á annað hundrað manns bíða eftir slíku húsnæði og sumir hafa beðið árum saman. Loks brenna þungt á mér biðlistar barna eftir sálfræðiaðstoð og talmeinafræðingum og fleirum og fagaðilum og þetta á við um Skólaþjónustu (borgin) og einnig Þroska- og hegðunarstöð og Bugl (ríkið). Hér má sjá grein sem ég skrifaði nýverið  Dýrmætur tími fyrir börnin hefur glatast“.

 

 

 

Neytandi síðustu viku var Sigmar Guðmundsson: Neytandi vikunnar: „Við losuðum okkur við annan bílinn og keyptum rafmagnshjól í staðinn“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -