Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar -„Ég myndi vilja sjá kolefnisspor á hillumiðum búða eins og kílóverð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er  Þórdís V. Þórhallsdóttir. Hún er 42 ára verslunareigandi; Verzlanahöllin, básaleiga og Fermata vistvæn verslun. Auk þess er hún ráðgjafi hjá Gemba. Hún er gift æskuástinni sinni og saman eiga þau þrjú börn og tvo ketti.

 

 Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Líklega slagar það upp í 200.000 krónur. Þegar kemur að vali á verslunum horfi ég á aðgengi, úrval af vörum sem hægt er að kaupa í vistvænum umbúðum og auðvitað verðið.“

.

Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi ?

- Auglýsing -

„Borða afganga, plana fyrirfram og fara ekki svöng í búðina. Myndi vilja breyta því að vistvænar vörur væru fáanlegar á verðum fyrir alla og séu hollar. Ég myndi vilja sjá kolefnisspor á hillumiðum búða eins og kílóverð.“

 

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er  ?

- Auglýsing -

„Já, 10% af laununum fara inn á reikning í hverjum mánuði sem er opinn og einnig  ákveðin upphæð inn á læstan reikning. Varðandi læsta reikninginn, þá við hugsum ekki um þetta sem peninga sem við eigum, þetta bara fer út af reikningnum um hver mánaðarmót, ef maður þarf svo að leggja út fyrir miklum kostnaði er hægt að biðja um að peningarnir séu lausir til notkunar með 30 daga fyrirvara.“

 

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

„Hún er frekar há að ég tel, ekki síst í samanburði við verð á sömu vörum í nágrannalöndunum, sem er auðvelt að skoða á tímum internetsins. Við athugum verð á tryggingum u.þ.b. annað hvort ár, stundum skiptum við þá um tryggingarfélag. Við prufum sambærilegar vörur við það sem við erum vön að kaupa, ef það er hagstætt. Nýtum okkur það að taka bensin þar sem það er ódýrast ef við eigum leið hjá en gerum okkur ekki sérstaka ferð á þær bensínstöðvar.“

 

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

 „Það er svo misjafnt hvað hentar fólki og tel ég að fólk ætti að taka upplýsta ákvörðun út frá sínum eigin forsendum. Ég hef notað Aurbjorg.is við það.“

 

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Umhverfisvernd skiptir mjög miklu máli og ég tel að margt smátt geri eitt stórt. Við ættum öll að taka smá skref til að verða aðeins betri en í gær, þannig verður heimurinn betri, ekkert að mikla þetta fyrir sér. Hjá Verzlanahöllinni er t.d. hægt að selja fötin sín, eða annað dót, já eða koma og kaupa notaðan varning. Þetta er í flestum tilvikum mjög vel með farinn varningur sem skiptir um heimili. Í sama húsi er Fermata og þar er hægt að kaupa ýmislegt til heimilisins í áfyllingu, svo sem handsápu, sjampó, gólfsápu og margt fleira. Það er mun ódýrara að fylla á sín eigin ílát en að kaupa ný, fyrir utan að minnka umbúðamagn sem fer í gegnum heimilið. Þannig græðir umhverfið og þar af leiðandi við á endanum.“

 

Annað sem þú vilt taka fram ?  

„Já ég vill deila mjög góðu sparnaðarráði. Komdu og seldu barnafötin og fáðu 2 vikur á verði 1 með kóðanum ALLIRKRAKKAR á verslanahollin.is og kíktu í leiðinni á Fermata og griptu bambustannbursta, klósettpappír sem er ekki plastpakkaður og fylltu á sápuílátin.“

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -