Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar – Inda Björk er öryrki með sex manns og hund í mat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inda Björk er neytandi vikunnar. Hún er 45 ára öryrki sem vinnur eins mikið og heilsa hennar leyfir. Inda er gift og á þrjá syni. Heimili Indu er þriggja kynslóða hús sem samanstendur af þeim hjónum, föður Indu og syni sem er enn búandi heima, dásamlegri tengdadóttur að ógleymdum hundinum Bóas.

Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Það er mjög misjafnt eftir því hvað við erum mörg heima hverju sinni. Við erum á bilinu þrjú upp í sex manns í mat hér svo maður þarf að vera ansi klókur til að láta jöfnuna ganga svo útgjöldin rjúki upp úr ölli valdi. Miðað við síðasta visareikninginn minn sem eingöngu er notaður til heimilisreksturs, þá er þetta um 180.000 – 220.000 á mánuði. Við verslum yfirleitt í Krónunni en ég var að prófa í gær að frá heimsent frá Heimkaup“.

Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi ?

„Á mínu heimili held ég að  magninnkaup séu hagstæð sem og gott geymslurými. Á tímum kórónuveirufaraldursins er orðið tímabært að hætta sífelldu innliti í búðina og skipuleggja innkaupin betur. Ég ætla að athuga hvort Heimkaup sé eitthvað sem hentar mér og þannig spara þannig að mestu ferðir í búðina og kostnað við bílferðina. Það er líka ágætt að gera þetta á netinu og hafa þannig sæmilega heildarsýn yfir það sem maður er að versla, auk þess lít ég svolítið tilþess að slíkir verslunarhættir séu atvinnuskapandi. Mér finnst ég ekki vera að skapa atvinnu með notkun sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni“.

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er  ?

- Auglýsing -

„Ég legg fyrir á vörslusafn hjá bankanum“.

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

„Ég hef haldið heimili síðan ég var 16 ára eða í næstum því 30 ár og ég hef aldrei skilið álagningarkerfið hérna á Íslandi. Mig langar til þess,  af því ég hef tækifæri til þess, að nefna það að ég keyri um á bifhjóli, tryggi það fullu verði og af mér er ætlast til í lögum að ég noti hjálm sem dæmi. Samt er hjálmurinn tollaður í sama flokki og gallabuxur í tískuvöruverslun! Allur hlífðarfatnaður sem ég nota er tollaður sem tískuvara! Þetta er auðvitað tómt rugl.

- Auglýsing -

En ég geri oft verðsamanburð, til dæmis ef ég þarf að kaupa mér gleraugu eða slíkt en oft reiknast mér til að það sé hagstæðast fyrir mig að versla í minni heimabyggð og ég reyni að sækja mest alla þjónustu innan míns bæjarfélags. Það kostar að hreyfa bílinn og stundum hreinlega nenni ég ekki að setja hann í gang vegna vöru eða þjónustu sem er í boði hér í nágrenninu, ef ég get notað tvo jafnfljóta og hreyft hundinn í leiðinni“.

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

 „Engin lán og það verða engin lán. Ég hugsa um lán með hrolli og þakka fyrir það að vera búin að losa mig við öll slík af bakinu“.

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„ Umhverfisvernd, nú settir þú tíkall í trúðinn. Íslendingar yfir höfuð eru ótrúlega miklir sóðar. Ég er ekki á þeim stað að ég sé til í að fara að telja kolefnisspor eftir mig eða fjölskylduna en rusl fer í rusl, hundaskítur fer í poka og næstu tunnu. Þegar maður er eins mikið í göngutúrum og utanvegahlaupum og ég, þá fer ekkert jafn mikið í taugarnar á manni eins og sígarettustubbar, nikótínpúðar, rusl, dósir og annað drasl eftir fólk út um allt.

Sem flutningabílstjóri sá maður ólíklegasta rusl liggja eins og hráviði út um allan þjóðveg af því að fólk skrúfar niður bílrúðuna og losar sig við það sem því hentar ekki að hafa í bílnum. Ég veit ekki hvar við sem samfélag erum að klikka en það er einhvers staðar. Svifryksmengun er eitt dæmið. Vegagerðin og sveitarfélögin  mættu hysja upp um sig, vanda malbikun betur, þrífa og sópa götur oftar, en reyndin er sú að í stað þess er bent á nagladekk og hraða sem skaðvald í mengunarjöfnunni. Við eigum alltaf öll, hönd í hönd, að ganga vel um umhverfið okkar“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -