Pálína er Neytandi vikunnar:  „Ég borga inn á höfuðstólinn og lánin lækka hratt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Pálína Georgsdóttir 32 ára. Pálína er gift Friðfinni Finnbjörnssyni 38 ára og saman eiga þau tvö börn, 7 og 6 ára. Hjónin starfa sjálfstætt og eiga einn bíl og íbúð.

 Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Við eyðum að meðaltali 98.500 kr á mánuði í mat. Við val á verslunum horfum við á vöruúrvalið. Á heimilinu er fæðuóþol og þá þarf oft að fara í fleiri en eina verslun, til þess að fá það sem okkur vanhagar um. Öðru hverju förum við svo í verslanir sem bjóða mat sem fer að renna út á afslætti“

.Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi ?

„Ég fer í Nettó og Krónuna og kaupi mat á tilboði. Svo kaupi ég gjarnan nautahakk á tilboði í miklu magni og set um 600 gr í frystipoka og flet út. Ég reyni að elda þannig að það verði nóg í tvær máltíði eða nákvæmlega í eina svo við hendum ekki mat. Það er hægt að spara með ýmsum ráðum t.d. að skrá sig í hópinn Síðasti séns á Facebook, eða að hafa samband við stéttarfélagið sitt og sjá hvað þeir bjóða upp á. Þar er t.d. hægt að fá afslætti hjá ýmsum fyrirtækjum, gistingu og þjónustu. Ég myndi vilja breyta því hve mikið verslanir leggja á vörurnar, minni álagningu.“

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

„Ég tel að verðið gæti verið lægra í flestum búðum. Sérstaklega þegar búðir þær eru farnar að fækka starfsmönnum og láta viðskiptavini afgreiða sig sjálfa. Ég kanna annað slagið verð á síma, tryggingum og þess háttar en hef þó ekki þurft að skipta um þjónustu enþá.

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

 „Óverðtryggð með föstum vöxtum. Það eru óvissutímar og verðtryggð lán geta rokið upp. Ég borga inn á höfuðstólinn og lánin lækka hratt.“

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Já, ég reyni að velja vistvænar vörur frá fyrirtækjum sem huga að náttúrunni. Það munar yfirleitt ekki það miklu á verðum og allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo börnin okkar eigi framtíð.“

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -