Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar – Rekur sjö manna fjölskyldu fyrir 120.000 krónur á mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Heiða Jenný Vídalín Hreinsdóttir. Heiða er 37 ára öryrki, heimavinnandi. Hún er í sambúð og eru sjö í heimili. Heiða á fimm dætur á aldrinum 18, 14, 12, 12 og 8 ára.

Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Ég versla oftast í Bónus en fer svo í Costco til þess að versla rekstrarvörur fyrir heimilið. Ég held að eyðslan sé um það bil 120 til 140.000 krónur á mánuði.“

 

 Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi ?

„Ég versla inn fyrir vikuna, frysti matvæli og nýti mér tilboð eins mikið og ég get. Verð verslana er mjög hátt yfir heildina litið og það mætti alveg fara niður á við, Það mætti líka veita hærri afslætti á matvöru í stórum einingum.“

- Auglýsing -

 

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er  ?

„Nei það get ég alls ekki, því miður.“

- Auglýsing -

 

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

 „Álagning verslana er síður en svo sanngjörn og fáránleg hjá mörgum verslunum. Ég geri verðsamanburð, ég verð að gera það með svona stóra fjölskyldu, hver króna máli.“

 

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

„Engin.“

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Já, umhverfisvernd skiptir mig miklu máli og við fjölskyldan höfum hana alltaf í huga og leggjum okkar af mörkum.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -