Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Neytendastofa sektar Sýn um 400 þúsund krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum í október vegna fullyrðinga Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon. Í fullyrðingunum kom fram að efnisveitan sé stærsta efnisveita landsins með íslensk sjónvarpsefni, bjóði upp á mesta úrval íslensk efnis og sé stærsta áskriftarveita landsins.

Við meðferð málsins gat Sýn ekki lagt fram nein gögn til sanna þá fullyrðingu að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins. Komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að hún væri ósönnuð. Neytendastofa hefur því bannað Sýn að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og sektað fyrirtækið um 400.000 krónur.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér.

Í ákvörðunarorðum segir: „Sýn hf., Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, hefur brotið gegn ákvæðum 4. mgr. 6. gr., 1. mgr. 8. gr., b. liðar 1. mgr. 9. gr. og a. liðar 2. mgr. 15. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, með birtingu fullyrðingar um að Stöð 2 Maraþon sé stærsta áskriftarveita landsins. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. b. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Sýn hf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Með heimild í a. lið 1. mgr. 22. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, er Sýn hf. gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 400.000 kr. (fjögur hundruð þúsund krónur) vegna brotsins. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -