Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Níddust á hundi Gunnhildar við Hagkaup í Spönginni: „Þetta mál verður ekki látið kyrrt liggja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var í gærkvöldi sem Gunnhildur nokkur og hundur hennar lentu í miður skemmtilegri reynslu.

„Það er með mikilli sorg, reiði og vonbrigðum sem ég pósta hér inn,“ skrifar Gunnhildur inn í hverfishóp Grafarvogsbúa á Facebook.

„Fyrr í kvöld þurfti ég að stoppa stutt í Hagkaup Spöng og var á göngu með svarta labradorhundinn minn. Ég batt hundinn minn fyrir utan á meðan, en þess má geta að hann er hvers manns hugljúfi og blíður bæði við dýr og menn. Hann dillar vanalega skottinu, kemur og heilsar og elskar gott klapp þegar hann hittir fólk.“

Þegar Gunnhildur var á leið aftur heim ásamt hundinum sínum, stoppar hana maður og segir henni að 13 til 14 ára gamlir drengir hafi verið að níðast á hundinum meðan hún skrapp inn í búðina. Meðal annars hafi drengirnir haldið hundinum niðri svo hann hafi ekki geta varið sig.

„Ef hundurinn væri ekki með jafn góða skapgerð og raun ber vitni og hefði varið sig, er þó ekki að spyrja að leikslokum þar sem dýrunum er alltaf kennt um í þannig tilfellum. Þrátt fyrir að verið sé að kljást við hreina og klára illgirni eins og þessa.“

Gunnhildur óskar eftir vitnum sem geta gefið henni frekari upplýsingar um málið.

- Auglýsing -

„Einnig óska ég eftir að tala við þennan góða mann sem stoppaði mig, en hann var á stórum jeppa, er veiðimaður og á sjálfur labradorhunda. Hann má endilega senda mér skilaboð. Ég er afar þakklát fyrir að hann hafi látið mig vita og fyrir að hann hafi stoppað þá og látið þá vita að þetta væri ekki í lagi (sem á ekki að þurfa að gerast þar sem svona hlutir eiga ekki að gerast).“

Drengirnir voru sirka 13 til 14 ára, einn var mögulega með rauðleitt hár, annar var klæddur í stóra úlpu og sá þriðji var á peysunni, mögulega 66 gráður norður peysa.

Segir Gunnhildur allar upplýsingar vel þegnar. „Ég vil einnig ná tali af foreldrum ef þeir eru hér inni þar sem þetta mál verður ekki látið kyrrt liggja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -