Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

„Niður­stöður sýna að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu hjá konum sem stunduðu meira kyn­líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hefur komið fram að mæður eigi það til að setja sig í síðasta sæti fjöl­skyldu­lífs­ins; en þá get­ur streit­an tekið yfir ef ekki er gætt að álagi, eins og segir á Smartlandi

Ný rann­sókn er birt var á Nati­onal Li­brary of Medic­ine leiddi í ljós að kyn­líf dregur úr skaðleg­um streitu­ein­kenn­um mæðra ungra barna; sýndu niður­stöður að mæður er stunduðu reglu­lega kyn­líf fram­leiddu meira af efna­skipta­horm­ón­um er hafa til dæmis áhrif á lík­amsþyngd og svefn.

Lang­tíma­streita tekur sinn toll á lík­amann; getur aukið lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um – syk­ur­sýki; þung­lyndi – offitu og ótal fleiri heilsu­kvill­um.

Yoobin Park, nýdoktor við Kali­forn­íu­há­skól­ann var með yfirumsjón með rann­sókn­inni; seg­ir hún að miðað við þær slæmu af­leiðing­ar er krón­ísk streita get­ur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þætt­ir geti mögulega fyr­ir­byggt sem og dregið úr nei­kvæðum áhrif­um.

- Auglýsing -

 

Yoobin Park.

„Kyn­líf get­ur verið raun­hæf­ur val­kost­ur í þessu sam­hengi vegna streitu­los­andi áhrifa. Þar að auki hef­ur kyn­líf já­kvæð áhrif á svefn, en fólk und­ir miklu álagi þjá­ist oft af svefn­rösk­un­um. Eft­ir því sem við best vit­um hef­ur eng­in rann­sókn hingað til mælt hvort að kyn­líf sporni við líf­fræðileg­um af­leiðing­um streitu. Þessi rann­sókn var því til­rauna­verk­efni til að fylla í þessa eyðu,“ seg­ir Park.

Alls voru það 183 kon­ur er tóku þátt í rann­sókn­inni; kon­ur á aldr­in­um 20-25 ára er áttu að minnsta kosti eitt barn á aldr­in­um 2-16 ára. Voru þær beðnar um að halda sér­staka dag­bók yfir tveggja ára tíma­bil í lífi sínu; en í dag­bók­inni svöruðu konurnar spurn­ing­ar­lista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kyn­líf – stunduðu ann­ars kon­ar hreyf­ingu – til dæmis lík­ams­rækt sem og hversu ham­ingju­sam­ar þær væru í ástar­sam­bönd­um sín­um.

- Auglýsing -

Jafnhliða dag­bók­ar­skrif­un­um fóru kon­urn­ar reglu­lega í blóðprufu; horm­ón á borð við insúlín, leptín og ghrel­ín voru mæld:

„Í hnot­skurn sýndu niður­stöður okk­ar að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu tals­vert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kyn­líf,“ seg­ir Park.

Hún seg­ist vona að niður­stöðurnar eigi eft­ir að hvetja fleiri vís­inda­menn til þess að öðlast meiri skiln­ing á já­kvæðum áhrif­um kyn­lífs. Park tel­ur kosti þess að stunda kyn­líf vera mögulega meiri fyr­ir mæður en það að vera dug­legar að hreyfa sig og að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi.

Þá vitið þið það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -