Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Nígeríumaður setur Langholtshverfi á hliðina – „Ferlegt ef karlar mega ekki reyna við stelpur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tinna nokkur skrifar í gærkvöldi færslu innan hóps íbúa í Langholtshverfi sem óhætt er að segja að hafi vakið mikil og sterk viðbrögð. Þar varar hún við manni sem segist vera frá Nígeríu og hafi elt 17 ára dóttur hennar um hverfið. Sitt sýnist hverjum í athugasemdum. Sumir óttast að vera stimplaðir rasistar, aðrir segja að menn megi ekki lengur reyna við stúlkur en flestir þó er á því máli að hegðun mannsins hafi ekki verið í lagi.

Í gærkvöldi um 21:00 fór dóttir mín með hundinn okkar út að ganga, það kom að henni maður sem talaði ensku og vildi fá að spjalla við hana. Hann sagðist vera nýfluttur í hverfið, væri 30 ára og frá Nígeríu. Hann vildi fá að vita hvar hún ætti heima, hversu gömul hún væri og í hvaða skóla hún væri og bauð henni að koma að læra heima hjá sér þar sem hann væri með 2 herbergi. Hann elti hana dágóðan spöl þar til hún laumaði sér í garð hjá öðru húsi en okkar og sagðist eiga heima þar og beið hún dágóða stund þar til hann var farin. Ágætist áminning um að brýna fyrir börnum okkar að hringja strax í foreldra eða lögreglu,“ skrifar Tinna.

Hún er spurð hve gömul dóttir hennar sé og svarar að hún sé 17 ára. Jón Óskar listamaður segir þá að þessi viðbrögð séu ekki við hæfi. „Þetta er hystería. Það er ferlegt ef karlar mega ekki reyna við stelpur lengur og eiga jafnvel von á kæru fyrir vikið.“ Einn maður bendir á að það sé ákveðinn munur á því að reyna við stelpu og elta hana um hverfið. Því svarar Jón Óskar: „Þetta er ekki illa meint eða kaldhæðni. Ég vildi allavega ekki vera unglingur/ungur maður í þessari hysteríu sem tröllríður öllu hér heima. Ég eignaðist barn með minni konu þegar hún var 18 ára. Við Garðhreppingar vorum duglegir að elta stelpur. Við vorum ástfangnir. Telma í þessu tilfelli maður úr öðru menningarsamfélagi þar sem það þykir eðlilegt. Hvað veit ég?“

Tveir útlendar konur búsettir í hverfinu tjá sína skoðun á málinu, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Suður-Ameríku. Bæði svæði sem eru þekkt fyrir að vera ágengari en Íslendingar á götum úti. Báðar konur segja þetta engan veginn í lagi og þætti ekki í lagi þaðan sem þær koma.

Kona nokkur tekur upp þann þráð og spyr: „Er í alvöru tilefni til að hringja strax í foreldra eða lögreglu þótt fólk sýni áhuga? Gæti mögulega verið að maðurinn hafi bara viljað kynnast fólki í hverfinu?“ Sveinbjörn nokkur veltir þessu líka fyrir sér. „Mörk og viðmið eru mismunandi milli álfa. Þetta er ekki boðlegt hér, og auðvitað var maðurinn að reyna við stelpuna, eðlilegt væri ef einhver fullorðinn myndi útskýra fyrir manninum hvernig samfélagið okkar lítur á svona hluti. Ég er ekki viss um að löggan sé besti diplómatinn, en kannski. Þetta er ekki í lagi og við kunnum ekki við þetta, en línan til að þræða til að vera ekki rasisti er sú að vera góður nágranni í staðinn. Niðurstaðan er hin sama, að koma í veg fyrir þessa hegðun,“ skrifar hann.

Annar maður, Maron, segir þessi viðbrögð sumra íbúa furðuleg. „Skemmtilegt hvernig sumir hérna afsaka þetta „kurteisispjall“ hjá gaurnum og finnst þetta bara i lagi. Hleypir lífi i umræðuna þó að mér finnist allt rangt við þetta.“ Því svarar fyrrnefndur Sveinbjörn: „Þetta er bara fokking trikkí umræðuefni. Nauðgunarmenning vs rasismi í fight to the death. Mjöööög fín lína að þræða.“ Því svarar Maron: „Ekkert fokking trikkí á þessu máli. Kynþáttur, ríkisborgararéttur eða ætterni skiptir engu, þegar gaurinn bauð ókunnugri stelpu heim til sín til að „læra“ þá fauk allt sem kallast eðlilegt eða kurteisi og var tæpt fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -