• Orðrómur

Nína bæði orðlaus og sár: „Núna er ég komin með einhvern fokking fjanda í leghálsinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Nína Richter var að fá slæmar fréttir og segir frá þeim á Twitter.

„Ég var rétt í þessu að fá niðurstöður úr krabbameinsleit síðan í febrúar. Febrúarskimunin var endurkoma síðan ég greindist með frumubreytingar í fyrra,“ segir Nína og bætir við:

„Núna er ég komin með einhvern fokking fjanda í leghálsinn sem hefur fengið að grassera í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Ég á ekki orð.“

- Auglýsing -

Hrikalegt ástand er í málum tengdum krabbameinsleit á Íslandi í dag, og hefur verið í nokkurn tíma. Í tilfelli Nínu, og líklega fleiri, fékk hún ekki niðurstöðu fyrr en eftir langan tíma, og það vita allir að biðin ein tekur á líkamlega og andlega; en síðan kemur niðurstaða sem er slæm en hefði getað verið komið í veg fyrir hefðu mál þessi verið í lagi, sem þau eru langt í fá að vera. Nína er enn í rannsóknum og óljóst hvort um krabbamein sé að ræða á þessum tímapunkti.

- Auglýsing -

Eiginmaður Nínu er Kristján Hrannar sem segir að „svo er bara sent bréf, ekki einu sinni hringt. Skil ekki neeeeeeeeeeeitt.“

Stefanía Sigurðar er mjög óánægð og telur málið á allan hátt „ósanngjarnt og óþarfi að öllu leyti. Pólitísk ákvörðun sem hefur svona ömurlegar afleiðingar. Ég finn til með þér og öllum hinum sem ganga í gegnum þetta. Já og öllum þeim sem eru með hnút í maganum mánuðum saman meðan beðið er eftir niðurstöðum.

Og Ingi Bekk er alveg með á hreinu hvað Nína ætti að gera í þessu sorglega máli:

- Auglýsing -

„Algjörlega galið àstand, það verður að sækja miskabætur útaf þessu rugli.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -