Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Nokkur góð sparnaðarráð í matarkreppunni: Kranavatnið kostar ekkert og folaldið ódýrt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvöruverð er með því dýrara sem þekkist í Evrópu og hefur hækkað fram úr hófi síðustu misseri.  En það má gera ýmislegt til að lækka matarkörfuna. Inn á grúppunni Sparnaðar tips á Facebook skiptist fólk á góðum ráðum.

Mannlíf tók saman nokkur sparnaðarráð þar sem geta verið mjög gagnleg.

Það klassíska er að fara sjaldnar í búð. Gera innkaupalista fyrir vikuna eða jafnvel mánuðinn. Kannaðu hvað er til í frystinum. Passa að ekkert gleymist. Vera með fábreyttara meðlæti. Og ef eitthvað vantar stöku sinnum þá er það líka allt í lagi.

Setja upp matarplan inn á matarplan.is. Þar eru einnig mörg góð sparnaðarráð.

Eitt sem allir eru sammála um er að ostur er orðin mjög dýr. Margir eru hættir að kaupa Fetaost, einnig er sniðugt að rífa sjálfur niður ost frekar en að kaupa rifinn ost. Þar munar um 1000 krónur á kílói ef notaður er venjulegur brauðostur. „Farin að sleppa fetaostinum og rjómaostinum, stundum er bara ekki til ostur,” segir Guðrún. Einnig er sniðugt að frysta ostaenda og rífa niður á pizzur og fleira.

Kaupa erlenda, gríska jógúrt sem er mun ódýrari en sú íslenska og nýta hana einnig í staðinn fyrir sýrðan rjóma.

- Auglýsing -

Ekki kaupa vatn. Kranavatnið kostar ekkert og svo má kreista sítrónu út í til hátíðarbrigða.

Kaupa frosna pizzu frekar en að panta.

Kaupa inn matvæli á síðasta söludegi og elda strax eða frysta. Það má smjörsteikja sveppi og frysta, grilla paprikur í ofni, sjóða rósakál og frysta og svona mætti lengi telja. Velja ódýrstu vörumerkin. Í Bónus er Euro Shopper og í Krónunni er First Price. En þó er ekki algilt að það sé alltaf ódýrasti kosturinn. Betra að skoða kílóverð til að fullvissa sig um það.

- Auglýsing -

Kaupa folaldakjöt, kaupa heilan kjúkling og hluta sjálfur niður. Nota kjúklinga og linsubaunir í staðinn fyrir nautahakk. Elda stóran skammt af lasagne og eiga í frystinum. Nota svínahakk eða folaldahakk frekar en nautahakk.

Ef fjölskyldan er í hádegismat í skóla eða vinnu er snarl vinsælt á kvöldin. Elda hafragraut eða grjónagraut. Nota afganga í hrísgrjónarétta og eggjakökur. Einnig mæla margir með því að kaupa Eldum rétt, eða Einn tveir og elda, til dæmis tvisvar í viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -