• Orðrómur

Norræn streymisþjónusta í loftið á Íslandi 1. apríl

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nordic Entertainment Group mun fara af stað með Viaplay streymisþjónustu sína á Íslandi 1. apríl.

Áhorfendur Viaplay á Íslandi munu greiða 599 krónur á mánuði fyrir þáttaraða- og kvikmyndapakkann. Í tilkynningu um Viaplay segir að efnið skiptist í nokkra flokka, það er: sérframleitt Viaplay efni, kvikmyndir, þáttaraðir, barnaefni og íþróttir í beinni útsendingu.

Anders Jensen, forseti og forstjóri NENT: „Frá 1. apríl munum við bjóða íslenskum  áhorfendum meira norrænt hágæðaefni en nokkur annar, auk verðlaunakvikmynda og þáttaraða sem og viðurkennds barnaefnis og beinna útsendinga af íþróttaefni í heimsklassa. Viaplay er nú þegar með 1,6 milljónir áskrifenda á Norðurlöndum og er hannað til að geta stækkað hratt. Við hlökkum til að færa áhorfendum á Íslandi okkar sérstöku sögur,“ er haft eftir Anders Jensen, forstjóra Nordic Entertainment Group, í tilkynningunni.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -