Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Nota grútmyglaðan hamborgara í nýja auglýsingaherferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skyndibitakeðjan Burger King hefur sett nýja auglýsingaherferð af stað sem vakið hefur athygli. Í nýjum auglýsingum er grútmyglaður hamborgari í aðalhlutverki.

Í meðfylgjandi myndbandi frá Burger King má sjá Whopper-hamborgara, vinsælasta hamborgarann á matseðli keðjunnar, mygla á rúmum mánuði. Myndbandið á að sýna og sanna að Burger King ætlar að draga verulega úr notkun rotvarnarefna og annarra viðbættra efna fyrir árslok 2020.

Í lok myndbandsins er hamborgarinn orðinn grænn og loðinn og skilaboðin eru sú að alvöru matur eigi að mygla. „Fegurðin við alvöru mat er sú að hann verður ljótur,“ er skrifað undir myndbandið.

Breyttar neysluvenjur fólks eru ástæðan fyrir að Burger King ætlar að draga út notkun rotvarnarefna. Fjallað er um nýju auglýsinguna á vef CNN og þar er vísað í nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að fólk sem er fætt á árunum 1980 til 2000 sé farið að versla sér lífrænan mat í auknum mæli. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að fólk sem er fætt á þessu tímabili er líklegt til að vera tilbúið að eyða meiri pening í hollari og umhverfisvænni matvæli.

Rotvarnarlausi Whopper-borgarinn er nú fáanlegur á um 400 Burger King-útibúum víðs vegar um Bandaríkin en fyrir árslok verður hann kominn á alla Burger King-staði.

the beauty of real food is that it gets ugly. that’s why we are rolling out a whopper free from artificial preservatives. coming by the end of 2020 to all restaurants in the U.S.

Posted by Burger King on Miðvikudagur, 19. febrúar 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -