Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kona með fölsuð skilríki í apóteki – Hlaut áverka á andliti eftir hjólaslys

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan var kölluð út í apótek skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Þar hafði kona reynt að leysa út lyf sem hún átti ekki en notaði hún fölsuð skilríki við uppátækið. Lögregla handlagði skilríkin og ritaði skýrslu um málið á vettvangi.

Fyrr um kvöldið hafði lögregla sinnt útkalli í Grafarholti þar sem að kona datt af reiðhjóli. Sjúkrabifreið var einnig kölluð á vettvang til þess að flytja konuna á bráðadeild en hafði hún áverka á andliti og hendi.

Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögregla ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Þá var ökmaður á ógnarhraða stöðvaður rétt fyrir miðnætti en sýndi hraðamæling lögreglu 114 km/klst á vegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -