Föstudagur 26. nóvember, 2021
-4.2 C
Reykjavik

Notar skrautskriftina til að hugleiða

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingi Vífill Guðmundsson hefur undanfarið varið frítíma sínum í að kenna fólki skrautskrift. Hann segir skrautskriftina vera góða aðferð til að stunda hugleiðslu og þjálfa einbeitinguna.

Ingi Vífill fór að stunda skrautskrift fyrir þremur árum og fann að hún hafði góð áhrif á einbeitinguna. Í kjölfarið stofnaði hann Reykjavík Lettering og hóf að halda skrautskriftarnámskeið. Á námskeiðunum kennir hann fólki réttu handtökin í skrautskrift ásamt því að tengja skriftina við öndunaræfingar og hugleiðslu.

Ingi Vífill kennir námskeið í skrautskrift um helgar í The Space Reykjavík, Hólmaslóð 2.

„Ég hef haft mikinn fókus á hugrækt í þessu samhengi og leiðbeini fólki að tengja skrautskriftina við andardráttinn og gera þessa iðju þannig að virkri hugleiðslu,“ útskýrir Ingi Vífill.

Það er mér hreinlega í blóð borið að kenna og hanna – tala nú ekki um þegar ég fæ að steypa þessu tvennu saman.

Aðspurður hvernig hann hóf að stunda skrautskrift segir Ingi: „Ég hef skrifað lykkjuskriftina frá barnsaldri en við yngri bróðir minn gengum í grunnskóla í Danmörku. Þar er gömul gildi höfð í heiðri, þar með talið vönduð skriftarkennsla. Til dæmis áttum við að skila heimadæmum í stærðfræði vikulega og dæmin áttum við að hreinskrifa með blekpenna áður en þeim var skilað. Svo ætli það sé ekki sá bakgrunnur sem fylgir mér inn í þetta fag“

Ingi Vífill segir kennsluna eiga vel við sig. „Foreldrar mínir eru annars vegar arkítekt og hins vegar kennari. Það er mér hreinlega í blóð borið að kenna og hanna – tala nú ekki um þegar ég fæ að steypa þessu tvennu saman,“ segir Ingi sem er nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.


Hafði ekki eirð í sér til að hugleiða

Að eigin sögn hefur Ingi Vífill oft reynt að stunda hugleiðslu en hefur ekki tekist það almennilega, mögulega sökum þess að hann er greindur með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD).

- Auglýsing -

„Ég hafði ekki nægilega eirð í mér. En ég get varið lögum tíma í það sem ég hef áhuga á, oft mörgum klukkustundum án þess að vita hvað tímanum líður. Þegar þetta fag fór að opnast fyrir mér þá sá ég að það er hægt að tengja strokurnar við andardráttinn. Uppstrokur eru á innöndun og niðurstrokurnar á útöndun. Þá nýtir maður líka andardráttinn til að gefa línunum tilætlaða vigt; þunnar og þykkar,“ útskýrir hann. Skrautskriftinn varð því hans leið inn í heim hugleiðslunnar.

Ingi notar skrautskriftina til að hugleiða. Mynd / Hákon Davíð

„Verkefnið er skýrt og afmarkað og með því skipulegg ég æfinguna – í raun hugleiðsluna. Segjum sem svo að æfingin sem ég set mér sé að fylla eina síðu af há- og lágstafa A. Þá sest ég við og einbeiti mér fyrst og fremst að því að ná öllum formum réttum. Sporöskjurnar séu reglulegar; að hryggir séu með réttan halla og að línuþykktir séu hæfilegar. Ekkert annað kemst að. Og þegar ég set punktinn eftir síðasta a-ið í lok síðunnar, þá hef ég leitt hugann að skriftinni í um það bil 20 mínútur.“

Allir geta lært að skrautskrifa að sögn Inga.

Allir geta lært skrautskrift

- Auglýsing -

Spurður út í hvort hann telji að allir geti lært skrautskrift svarar hann játandi: „Að sjálfsögðu. Alveg eins og allir geta lært að dansa eða tala íslensku. Það er okkur manneskjunum eðlislægt að læra, annars leiðist okkur og hugurinn leitar í eitthvað minna uppbyggilegt.“

Það er okkur manneskjunum eðlislægt að læra.

Ingi Vífill hefur kennt fólki úr öllum áttum skrautskrift. „Á námskeið hafa komið systkynahópar að styrkja fjölskylduböndin, vinkonur að víkka sjóndeildarhringinn, mæðgin og feðgin, einstæðingar í leit að félagsskap, útlendingar í leit að tengingu við aðra í sömu stöðu og svona mætti lengi telja.“

Áhugasamir geta skoðað það sem Ingi er að gera á Facebook-síðu hans og á Instagram.

Myndir og myndband / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -