Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Nóttin bauð upp á mörg hundruð skjálfta – Sá stærsti 4.6

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nótt riðu yfir þrír jarðskjáltar allir yfir fjórum að stærð og á Reykjanesskaganum. Sá stærsti var 4.6 að stærð og varð klukkan rúmlega þrjú í nótt

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Allir skjálftarnir eru að eiga sér stað nærri Fagradalsfjalli og Keili. Annar skjálti mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og sá mældist 4.3 að stærð. Þá var annar skjálfti klukkan rúmlega hálf sex í morgun og sá var 4.2 að stærð.

Í nótt urðu 660 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum og fjöldi þeirra mældist yfir þremur að stærð. Að mestu hafa allir þeir skjálftar verið bundnir Fagradalsfjalli, Keili og Trölladyngju.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá sýndu mælingar frá gervitungli í gærmogun að kvikumyndum hefur orðið á Keilissvæðinu og eldgos gæti verið í fæðingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -