Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Nova efst farsímafyrirtækja í ánægjuvoginni ellefta árið í röð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptavinir Nova mælast þeir ánægðustu þegar kemur að farsímaþjónustu samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var á við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Er þetta ellefta árið í röð sem Nova hlýtur þessa viðurkenningu.

Niðurstöður rannsóknar Zenter sýna einnig að Nova er með besta appið á fjarskiptamarkaði að mati notenda. Að auki kom fram í niðurstöðum rannsóknanna að ánægja með þjónustu á íslenskum markaði fer vaxandi milli ára og eru konur almennt ánægðari en karlar.

„Frá því að Nova kom inn á markaðinn árið 2007 hefur fjarskiptakostnaður heimila og fyrirtækja lækkað um tugi prósenta. Við erum endalaust ánægð og stolt en fyrst og fremst þakklát viðskiptavinum fyrir þessa viðurkenningu í Íslensku ánægjuvoginni. Markið okkar er að viðskiptavinir fái alltaf mest fyrir peninginn og bestu þjónustuna. Nova appið sameinar þetta og eru niðurstöður rannsókna Zenter, þar sem Nova er með besta appið á fjarskiptamarkði, einnig hvatning til okkar að gera betur hvort sem er í fleiri 2fyrir1 tilboðum, fríu stöffi, Nova upplifun eða þjónustugæðum. 5G er handan við hornið hjá Nova og hver ný farsímakynslóð hefur haft í för með sér margföldun á hraða og þar með á notkunarmöguleikum farsíma, úrvali smáforrita og öðrum samskiptum. Notendur gera sífellt meiri kröfur og nú þegar bílar, armbandsúr og nýjustu heimilistækin eru öll tengd við netið. Við viljum þjónusta viðskiptavini betur í dag en í gær. Þessar viðurkenningar eru sameiginlegt stolt allra starfsmanna og sendum við stærsta TAKK í heimi til þeirra, því án þeirra værum við ekki hér,” segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Nova fékk einkunnina 75.1 af 100 mögulegum sem skilaði Nova í 2. sæti í könnuninni þegar horft er til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -