Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Nú er nóg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari

Enn á ný hefur blossað upp í þjóðfélaginu umræða um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni og afleiðingarnar sem slíkt ofbeldi hefur. Afleiðingar sem ýmsir vilja gera lítið úr og kalla jafnvel umræðu um þær öfgafemínisma og ofstæki.

Svo langt hafa ýmsir frammámenn í samfélaginu gengið í því að rakka niður umræðuna að þingmaður hefur meira að segja gengið fram fyrir skjöldu og kennt Stígamótum um að heilaþvo þá sem þangað leita vegna afleiðinga kynferðislegs ofbeldis og koma inn hjá þeim fölskum minningum. Mann setjur hljóðan við að lesa svona bull árið 2019.

Stígamót gefa á hverju ári út skýrslu um starfsemina og eins og fram kom í viðtali við Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafa hjá Stígamótum, sem birtist á vef Mannlífs í vikunni, er þar meðal annars tekin saman tafla yfir þær afleiðingar kynferðisofbeldis sem skjólstæðingar Stígamóta glíma við. Það er ekki fögur lesning. Algengustu afleiðingarnar eru samkvæmt töflunni kvíði, skömm, depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti og reiði.

Og það er sama hvort það er karl eða kona sem fyrir ofbeldinu verður, afleiðingarnar eru að flestu leyti þær sömu; líf þolenda fer úr skorðum og heimur þeirra hrynur. Það þarf varla öfgafemínisma eða ofstæki til að vera sammála um að slíkt ofbeldi er ekki ásættanlegt og á ekki að líðast.

En hvað er til ráða? Það er erfitt að sigrast á vandamáli sem stór hluti ráðandi afla lítur greinilega á sem eðlilegt, sem einhvers konar rétt karla til að fá hvötum sínum fullnægt. Réttur þolendanna er þeim ekki ofarlega í huga og er afgreiddur sem kerlingavæl, geðveiki, samsæri öfgafemínista og guð má vita hvaða fleiri frasa þeir sem ekki sjá neitt athugavert við að beita aðra ofbeldi nota til að réttlæta gjörðir sínar.

Átök eins og Fokk ofbeldi virðast ekki vera að skila þeirri hugarfarsbreytingu sem vonast var eftir og stundum er eins og forsvarsmenn ofbeldisins hafi frekar herst í forherðingu sinni við #metoo-byltinguna og alla þá umræðu sem hefur komið upp í kjölfar hennar. Brotaviljinn er einbeittur og forherðingin algjör og menn skáka í því skjólinu að svona hafi þetta alltaf verið, eins og það sé eitthvert náttúrulögmál að fólk hafi rétt til að sýna öðrum kynferðislegan yfirgang og ofbeldi.

- Auglýsing -

Þau bjartsýnustu í baráttunni benda á að það sé eðli allra samfélagsbreytinga sem skipta máli að þær mæti harðri andstöðu þegar þær koma fram og vonandi er sú skoðun rétt. Vonandi eru þessi yfirgengilegu ummæli sem forsvarsmenn ofbeldisins láta hafa eftir sér í fjölmiðlum merki um að þeir séu komnir út í horn og feðraveldið sé að spýta úr sér síðasta viðbjóðnum í dauðateygjunum. Vonandi tekst okkur að ala næstu kynslóðir upp í meiri mannvirðingu og skilningi á því að það á aldrei neinn rétt á því að beita aðra ofbeldi. Vonandi er raunveruleg hugarfarsbreyting í farvatninu. Því, svo snúið sé út úr frasa sem hefur verið vinsæll að undanförnu, nú er nóg. Fokk ofbeldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -