Það að fara í nudd er mikilvæg heilsubót fyrir marga. Nú má ekki fara í nudd vegna tilmæla frá sóttvarnalækni og þá er ekkert annað að gera en að færa nuddstofuna heim í stofu, þótt margir búi ef til vill svo vel að geta blikkað makann.
Neytendavaktinn fór á stúfana, rafrænt auðvitað, og skoðaði úrval og verð á svokölluðum nuddbeltum sem eru orðin staðalbúnaður á mörgum heimilum.
Elkó býður upp á þrjár týpur af nuddbelti en tvær eru uppseldar svo þær komast ekki á blað.
Beurer-nuddbelti fyrir háls.
Svona er lýsingin í vefbúð:
Hálsnuddtæki sem hjálpar vöðvum að slaka á eftir erfiðan dag. Tækið er einnig með hita.
- Hálsnuddtæki
- 4D nudd fyrir háls
- Má þvo efnið
- 2x styrkleikastig + 1x nuddstig
- 4 nuddrúllur, 2 klípur
Verð: 13.495.- Þessi týpa er líka fáanleg í Pfaff og kostar 13.900.-
Eirberg býður upp á tvær týpur af nuddbelti
Háls og herðanudd Shiatzu með hita
Verð: 15.952.-
HoMedics þráðlaust Shiatzu háls- og herðanudd.
Verð: 19.750.- Þessi týpa er líka til í Svefn og heilsu og kostar 17.950.-
Heimilistæki bjóða upp á þrjár týpur af nuddbelti
Svona er lýsingin í vefbúð:
Shiatsu nuddtæki
2 Nuddkúlur
Hentar fyrir háls og herðar
2 stillingar á nuddstyrk
Hitaeiginleiki
Verð: 11.995.- Þessi týpa er líka fáanleg í Byggt og búið og kostar það sama.
Shiatsu-nuddtæki með rafhlöðu.
Lýsing:
4 Nuddkúlur
Hentar fyrir háls, herðar, fætur og mjaðmir
3 mismunandi nudd taktar
Hitaeiginleiki (ef tengt er við straum).
Verð: 14.995.- Þessi týpa er líka fáanleg í Byggt og búið og kostar það sama.
Medisana Nuddtæki háls
Lýsing:
Shiatsu nuddtæki
2 Nuddkúlur
Hentar fyrir háls og herðar
2 stillingar á nuddi
3 hraðar
Hitaeiginleiki
Verð: 22.995.- Þessi týpa er líka fáanleg í Byggt og búið og kostar það sama.
Pfaff býður upp á tvær týpur af nuddbelti – sjá hina að ofan.
BEURMG-150
Lýsing í vefbúð:
Nuddtæki fyrir herðar. Algjör vöðvabólgubani.
Verð: 13.900.-
Það verður að segjast að það hljómar afar vel að vera með nuddbelti í sófanum og láta þannig líðar úr sér yfir sjónvarpinu eftir langan dag á heimaskrifstofunni – sem er víða bara eldhúsborðið og harður stóll!