Laugardagur 4. desember, 2021
-2.4 C
Reykjavik

Ný gögn í máli Arons og Eggerts: „Við höf­um mjög góða ástæðu til þess að opna málið að nýju“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýjar upplýsingar hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sem eykur líkur á að málið verði tekið upp að nýju. Þeir eru sakaðir um mjög grófa nauðgun árið 2010. Báðir hafa þeir neitað sök.

Mbl.is fjallaði um málið í morgun. Þar kemur fram að íþróttafréttavefurinn The Athletic hafi fengið staðfestingu hjá Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, um að rannsóknin sé hafin að nýju og að glænýjar upplýsingar hafi borist þeim sem virðast renna stoðum undir þörf á að opna málið aftur. „Við höf­um fengið nýj­ar upp­lýs­ing­ar um málið og lög­um sam­kvæmt meg­um við opna málið á nýj­an leik ef það er grund­völl­ur fyr­ir því,“ sagði Ævar í sam­tali við The At­hletic.

Grein The Athletic ber heitið ‘The Viking clap is ruined forever’ – Icelandic football’s sex abuse scandal eða Víkingaklappið er að eilífu ónýtt – kynferðisbrotahneyksli íslensku knattspyrnunnar. Þar er farið ítarlega yfir meint ofbeldis og kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinn þar sem er meðal annars rætt við yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.

„Ég get staðfest það að við höf­um mjög góða ástæðu til þess að opna málið að nýju vegna nýrra gagna sem við höf­um und­ir hönd­um. Eins höf­um við rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar hafa komið fram í rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti Arons Einars
Sjá einnig: Eggert Gunnþór Jónsson sakaður um nauðgun í sama máli og Aron Einar Gunnarsson
Sjá einnig: Þórhildur um yfirlýsingu Arons Einars: „Enn ein fokking yfirlýsingin, I am about to lose my shit.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -