Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ný herferð hvetur konur til þátttöku í skimun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þátttaka kvenna í krabbameinsleit hefur minnkað.

Krabbameinsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ætlað er að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Þátttaka kvenna í leit hefur farið minnkandi á undanförnum árum.

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands segir í viðtali við vef Krabbameinsfélagsins, krabb.is, að það sé afar mikilvægt að snúa þessari þróun við: „Sérstaklega er mikilvægt að fá ungu konurnar til að mæta og taka þátt í skimun fyrir krabbameinum. Þetta er sem betur fer staða sem við getum breytt en við þurfum að auka meðvitund kvenna um hve mikilvæg skimunin er og í nútímasamfélagi þurfa skilaboðin að vera áhrifarík. Herferðin endurspeglar það.“

Skilaboðin í auglýsingunum eru unnin úr niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið árið 2014 þar sem fram komu ástæður þess að konur mættu ekki í skimun. Meðal þeirra „afsakana“ sem konurnar notuðu voru:

Erfiðleikar með að komast frá vinnu

Hræðsla við sársauka

Kostnaður við skimunina

- Auglýsing -

Frestunarárátta

Framtaksleysi

Þess má geta að mörg stéttarfélög og sum fyrirtæki taka þátt í kostnaði vegna skimunar fyrir krabbameinum. Og nú geta konur skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -