Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ný sprunga opnaðist 200 metrum frá tjaldbúðum björgunarsveitar: „Hefði mögulega endað illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tjaldbúðir björgunarsveitarinnar Þorbjarnar frá Grindavík voru staðsettar aðeins 200 metrum frá nýrri gossprungu sem opnaðist í gær. Sveitin segir það mikla mildi að sprungan hafi ekki opnast nær tjaldinu.

Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt í gær um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu. Lögregla og björgunarsveitir voru á vakt við gosstöðvarnar í alla nótt. Aðgengi að gosstöðvunum var lokað í gær og það verður áfram lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Viðbragðsaðilar funda klukkan níu á eftir þar sem farið verður yfir stöðuna og metið hvenær óhætt verður að opna svæðið á nýjan leik.

Í samtali við Mannlíf sagðist Haraldur Haraldsson, samskiptastjóri Landsbjargar, því feginn að sprungurnar opnuðust ekki nær fólki í gær. Meðlimir Þorbjarnar eru því lifandi fegnir eins og fram kemur í færslu sveitarinnar á Facebook.

„Vildi svo ótrúlega til að nýja sprunga er um 200 metra frá tjaldbúðum sem við höfum rekið undanfarnar tvær vikur. Sem betur fer opnaðist þessi nýja ekki nær tjaldinu því þá hefði mögulega endað illa. Okkar liðsmenn voru fljótir á vettvang til þess að kippa tjaldinu og búnaðnum niður og koma í öruggt skjól. Við viljum biðja fólk um að fylgjast með lokunum á svæðinu á meðan viðbragðsaðilar og vísindamenn ná höndum yfir ástandið. Það er nokkuð líklegt að þetta ástand muni vara í einhvern tíma og því engin ástæða til þess að æða uppeftir núna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -