• Orðrómur

Nýjar reglur á Sælukoti: „Má ekki kyssa börn á munninn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Móðir sagði frá reynslu sinni á leikskólanum Sælukoti í viðtali við Mannlíf. Ljóst er að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð eftir að grunur vaknaði að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns.

Móðirin rekur söguna í viðtalinu en sterkur grunur er um að fleiri börn á leikskólanum hafi lent í því sama.

Maðurinn sem grunaður er um brotið var að lokum leystur frá störfum en var það tæpu ári eftir fyrstu frásögn barnsins.

Móðirin segist hafa ákveðið að upplýsa foreldra barna við leikskólann um stöðuna, án þess að nafngreina manninn né fara út í smáatriði málsins. Fyrir það hafði hún spurt stjórnendur leikskólans hvort ekki þyrfti að upplýsa foreldrana en var þvertekið fyrir það.
Foreldrafundur var haldinn í kjölfarið og kynntar nýjar reglur leikskólans.
„Tóku það fram að fram að starfsfólkið mætti ekki kyssa börnin, sérstaklega ekki á munninn“.

Móðirin segist hafa fengið góðan stuðning frá öðrum foreldrum, leikskólinn hafi brugðist í málinu. Þá segir hún meðal annars frá símtölum sem hún fékk nánast daglega frá rekstraraðila leikskólans þar sem hún efaðist um frásögn barnsins.

„Hann getur ekki hafa gert þetta því hann fór að gráta, og hann er svo þunglyndur“.
Var meðal þess sem rekstraraðilinn sagði við móðurina sem hafði þá tekið barnið sitt af leikskólanum.

- Auglýsing -

Viðtalið við móðurina má lesa í heild sinni HÉR

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -