Arnar Grant bauð félögum sínum í frægri sumarbústaðarferð upp á horfa á hann og Vítalíu Lazareva í ástarleik. Þetta kemur fram í vitnisburði bílstjóra Þorsteins M. Jónssonar, sem kom í bústaðinn áður en dró til þeirra örlagaríku tíðinda sem skóku íslenskt samfélag.
Nýjar upplýsingar um pottamálið koma fram í lögregluskýrslum sem teknar voru vegna kæru Vítalíu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Þorsteinn lýsti því þannig að þegar hann hafi verið að yfirgefa samkvæmið hafi félagar hans viljað að hann tæki Arnar, sem var orðinn mjög drukkinn, með sér. Þá var Vítalía, ástkona Arnars, á leiðinni en þeir sem fyrir voru vildu ekki að hún kæmi. Arnar þvertók fyrir að fara.
Haft er eftir bílstjóra Þorsteins í lögregluskýrslu að Arnar hefði verið sá eini sem var mjög ölvaður þegar hann kom um miðnætti til að sækja Þorstein. Hann sagði að Arnar hefði verið sá eini sem var ánægður með að Vítalía væri á leiðinni. „Vitnið kvað Arnar hafa verið óviðeigandi í tali og sagst ætla að sofa hjá kæranda (Vítalíu) og hinir mættu horfa á ef þeir vildu,“ segir í skýrslunni.
Ari rifinn úr skýlunni
Ari Edwald lýsti í sinni skýrslu að hann hefði verið rekinn úr starfi eftir Instragram-færslu Vítalíu og viðtal hennar hjá Eddu Falak. Ari lýsti því að Arnar hefði rifið hann úr sundskýlu sinni í pottinum, sem gæti flokkast sem líkamsárás. Þá hefði háttsemi Vítalíu þegar hún kom nakin í pottinn geta fallist undir blygðunarsemisbrot. Þá hefði ástarleikur Arnars og Vítalíu í kojunni, þar sem hann hvíldi, sömuleiðs falið í sér blygðunarsemisbrot.
Lögreglan vísaði kæru Vítalíu frá hefur enn til umfjöllunar kæru á hendur Vítalíu og Arnari Grant fyrir meinta fjárkúgun. Arnar og Vítalía hafa átt í hörðum deilum undanfarið þar sem meðal annars er deilt um það hvort þau hafi búið saman eða ekki.