Miðvikudagur 3. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

Óánægja með Ófærð: „Ég hafði mig í gegnum fyrstu seríu því mér fannst ég ætti að gera það“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikil óánægja ríkir á meðal þjóðarinnar eftir lokaþáttinn af Ófærð en þriðja sería þáttanna var sýnd á RÚV síðustu vikur. Ófærð eru byggðir á hugmynd Baltasar Kormákar og er hann einnig aðalframleiðandi og leikstjóri þáttanna.

Undanfarið hefur skapast mikil umræða um Ófærð í Facebook hópnum S01E01, íslenskum umræðuhóp um þáttaraðir. „Ég hafði mig í gegnum fyrstu seríu því mér fannst ég ætti að gera það. Ákvað að tími minn væri of dýrmætur fyrir fleiri seríur.“ Segir Linda en fleiri eru á sama máli. Stefán nokkur segist ánægður að þáttunum sé loksins lokið en svo virðist sem margir íslendingar telja sig skylduga til að horfa á íslenskt efni.

Málfar, lélegur leikur, slæm hljóðgæði og langdregnar senur er eitthvað af því sem landinn hafði út á að setja: „Söguþráðurinn er svo hallærislegur að ég er að bugast yfir þessu skyldu áhorfi! Bæði þetta mótorhjólagengi og svo költið, þetta væri ekkert að eiga sér stað þarna! Költ liðið er ýmist í einhverju hördrasli, prjónuðu ljótu drasli eða allt í einu í einhverju voða fancy design. Svo þegar parið var lamið þá varla sá á þeim! Svo er ekki hægt að búa eins og þessi költ ef það væri hávetur þarna. Svo er annað, mér finnst samtölin svo theatrical! Þau flæða illa og eru óraunveruleg. Þar er Ilmur samt lang skást. Það er svo margt slæmt hægt að segja um þessa þætti!“ segir Fjóla.

„Finnst eins og það sem gerist í heilum þætti mætti koma fyrir á 5 mínútum, ca allt seasonið gæti verið ein slöpp bíómynd, samt horfir maður og svekkir sig yfir þessu ..“

Þýðandinn Gísli Ásgeirsson var vægast sagt óánægður með þriðju seríuna af þáttunum og sagð í samtali við Fréttablaðið : „Þetta er íslenskt efni og Íslendingum hættir til að tala aldrei illa um það sem á helst að selja útlendingum og útlendingar eiga að halda að sé gott. Ýmislegt, sem ekki er gott, hefur verið sett á markaðinn undir merkjum Nordic Noir og þessi Ófærðarsería, hún var svo leiðinleg á köflum að ég hefði tekið Barnaby fram yfir hana,“ en hann vitnar í þættina Midsomer Murders þar sem rannsóknarlögreglan Barnaby leysir ýmis morðmál. Hann segir þættina vera fínasta efni í stuttmynd:

- Auglýsing -

„Ófærð 3 hefði alveg gert sig sem stuttmynd. Það er hægt að taka það sem gerðist; mögulegt dópsmygl sem var nú ekki meira spennandi en svo að rannsóknarlögreglumenn hrösuðu um farminn í skútu í Siglufjarðarhöfn. Það var nú öll spennan. Og svo þetta óupplýsta morð sem er afgreitt á tíu mínútum í restina með tilheyrandi skotbardaga. Þetta er fín stuttmynd.

Fyrsta Ófærðin er sannarlega langbest og maður horfði með mikilli ánægju á hana. Af því að hún stóð undir nafni. Það var ófært. Það vantaði ófærðina í þessu. Þarna var bara verið að selja ófærðartitilinn, Trapped á útlensku, og verið að gera út á forna frægð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -