Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Sjálfstæðismenn vilja ekki borga: „Íbúar Fjarðabyggðar geta vel borgað máltíðir ofan í börnin sín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Fjarðabyggð vilja sjálfstæðismenn að sveitarfélagið hætti að gefa börnum frían mat í skólum byggðarinnar.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins er Ragnar Sigurðsson, og hann segir flestar fjölskyldur hafa efni á því að borga máltíðir; hægt sé að hjálpa hinum með öðrum ráðum:

„Við teljum þetta einfaldlega ranga forgangsröðun. Rekstur sveitarfélagsins er ekki sjálfbær. Við erum ekki að ná endum saman eins og staðan er núna. Og við teljum einfaldlega rangt gefið með því að halda fast við þá braut að ætla að halda áfram að vera með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þegar við getum ekki sinnt viðhaldi mannvirkja nægjanlega vel.

Þetta var bara mjög vel leyst hér á árum áður og við viljum algjörlega taka utan um þá sem að eiga erfitt fjárhagslega. Við teljum einfaldlega að við getum gripið þær fjölskyldur. Þannig að enginn þurfi að svelta og ekkert barn þurfi að vera undanskilið. Við erum á hæsta meðalatvinnutekjusvæði landsins. Hér er fólk sem hefur það bara ansi gott. Og lang flestir íbúar Fjarðabyggðar geta vel borgað skólamáltíðir ofan í börnin sín,“ segir Ragnar í samtali við ruv.is.

Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Jón Björn Hákonarson, telur hins vegar að meirihlutinn vilji halda máltíðunum gjaldfrjálsum:

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjallabyggðar.

„Þetta er líka spurning um jafna aðstöðu barna. Það getur verið óháð tekjum foreldra. Við viljum að sveitarfélagið sé meira en samkeppnishæft í þessu efnum og samkvæmt könnuna ASÍ erum við með lægstu skólaþjónustu á landinu. Einn liður í því eru gjaldfrjálsar skólamáltíðir til að koma til móts við fólk með börn sem er nú kannski þá fólk sem svona efnahagsástand eins og núna þar sem vextir og annað er hækkandi kemur harðast niður á,“ sagði Jón Björn.

- Auglýsing -

Á Twitter er þetta gagnrýnt af sumum. Einn segir Sjálfstæðismenn ætla að trompa barnahatur Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, en margir Bretar hafa ekki enn fyrirgefið henni að hætta bjóða börnum upp á mjólk í skólum. Annar notandi hæðist að Sjálfstæðismönnum og segir einfaldlega: „Frelsi (til að svelta)“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -