Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Óður ökumaður skapaði stórhættu í miðbænum: Rústaði bíl, ók gegn einstefnu og lagði á flótta

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ökumaður jeppa skapaði stórhættu í miðborginni aðfararnótt nýársdag. Klukkuna var að ganga þrjú þegar bílstjóri jeppa ók á miklum hraða niður Skálholtsstíg. Á gatnamótum Laufásvegar og Skálholtsstígar missti ökufanturinn stjórn á bílnum og lenti á miklum hraða á kyrrstæðum Volkswagen golf rauðum að lit sem lagt var í stæði rétt fyrir neðan Laufásveg. Krafturinn var slíkur að fólksbíllinn kastaðist yfir þrjú stæði, rakst þar utan í bíl neðar í götunni og endaði svo för sína með því að fara í gegnum grindverk og inn á bílastæði ætlað íbúum neðst í götunni. Bíllinn er gjörónýtur en eigandinn sem er eldri kona hefur nú misst tvo bíla á þessum nákvæmlega sama stað á sama degi á árinu.

Skömmu áður hafði fjöldi manns fagnað nýju ári hjá Reykjavíkurtjörn. Þykir mikil mildi að gangandi vegfarendur hafi ekki átt leið um svæðið á sama tíma. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.

Rauða bílnum var lagt um það bil þar sem krossinn er

Í stað þess að stoppa og ganga úr skugga um að enginn hafi verð í fólksbílnum lagði bílstjórinn á flótta. Jeppinn var vart í ökuhæfu ástandi, vélin hikstaði og hökti, bíllinn var mikið laskaður á hægra horni og rauk úr vélinni. Maðurinn ók jeppanum inn í Þingholtin, fór meðal annars gegn einstefnu, ákveðin í að forða sér af vettvangi sem fyrst.

Ökuníðingnum tókst að koma bílnum upp á Skólavörðustíg þar sem hann skildi bílinn eftir og forðaði sér undan lögreglu á hlaupum. Lögreglu þótti með nokkrum ólíkindum að ökuníðingurinn hefði náð að koma bílnum alla þessa leið í því ástandi sem ökutækið var.

Eigandi volkswagen bílsins er eldri kona, búsett í götunni. Var hún furðu lostin þegar hún áttaði sig á atburðarrásinni og að litli rauði bíllinn hennar væri gjörónýtur. Þetta hafði nefnilega gerst áður. Ekki bara það, líka á sama degi, á sama stað. Í bæði skipti var um að ræða wolksvagen bíla, annan rauðan og hinn vínrauðan.

„Áramótin 2006 til 2007 var bílnum mínum lagt á sama stað hér í götunni, þegar keyrt var aftan á hann og var bíllinn ónýtur eftir áreksturinn. Það var bíll af sömu tegund og vínrauður,“ segir konan og keypti sér þá annan Volkswagen Golf, í þetta sinn rauðan að lit.

- Auglýsing -

„Ég er gáttuð að upplifa þetta aftur. Ég vil þó taka fram að ég er svo lánsöm að ég finn ekki til í bílnum mínum. Það er nú ekki þannig hjá öllum. Þetta er bara ílát á fjórum hjólum sem er gott til að brúka til að komast á milli staða,“ segir konan.

Aðspurð hvort hún stefndi á að fá sér þriðja Volkswagen Golf bílinn, svaraði hún hlæjandi að hún ætli að hugsa sinn gang.

- Auglýsing -

„Ég ætla að njóta þess að vera bíllaus í nokkra daga áður en ég geri upp hug minn. Framvegis á meðan ég er búsett hér, þá mun ég leggja bílnum á gamlárskvöld á öðrum stað en fyrir utan heimili mitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -