Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Ofbeldisbrotum fjölgar milli mánaða – Átta ungmenni týndust í apríl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur brotum fjölgað milli mánaða. Skráð hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru 674 talsins en tilkynningum um þjófnað fækkaði. Það sem af er ári hafa lögreglu borist töluvert færri tilkynningar vegna innbrota en síðustu þrjú ár á undan, eða um tíu prósentum færri.

Alls bárust 130 tilkynningar um ofbeldisbrot og fjölgaði slíkum tilkynningum milli mánaða. Þá fjölgaði einnig tilkynningum um heimilisofbeldi en voru þær 75 í apríl, samanborið við 66 í mars. Fjöldi skráðra fíkniefnabrota breytast lítið milli mánaða en alls bárust lögreglunni átta beiðnir um leit að týndum börnum og ungmennum í apríl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -