Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Ofbeldisfullur farþegi úðaði leigubílstjóra – Eftirför lögreglu og ökumanns endaði í miðborginni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eltingaleikur átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla elti ökumann bifreiðar sem sinnti ekki merkjum um að stöðva bílinn. Að lokum hafði lögregla hendur í hári mannsins. Grunur er á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna og var honum skellt bak við lás og slá meðan lögreglan rannsakaði málið.

Þá barst lögreglu önnur tilkynning úr verslun í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði maður gert sig líklegan til þess að stela eigum starfsmanna úr versluninni. Maðurinn sá hinsvegar að sér þegar hann varð þess var  að fylgst var með honum og skilaði öllum mununum. Maðurinn var horfinn þegar lögregla mætti á vettvang.

Lögreglan stöðvaði tvo ökumenn eftir miðnætti. Farið var með báða ökumennina beinustu leið niður á lögreglustöð en þeir voru grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum vímuefna. Mennirnir voru látnir lausir eftir að sýni hafði verið tekið.

Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði látið illa í Laugardalnum. Maðurinn hafði veist að leigubílstjóra með úðavopni og handtók lögregla manninn. Lögreglan fór með manninn niður á lögreglustöð þar sem hann var færður í fangaklefa. Rannsókn stendur yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -