Mánudagur 20. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ofbeldismenn gistu fangaklefa vegna líkamsárásar – Seinheppinn þjófur myndaður við athæfi sitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt en átti líkamsárásin sér stað í austurborg Reykjavíkur. Þegar lögreglan mætti á vettvang handtók hún tvo menn, grunur leikur á um þeir séu gerendur málsins. Báðir gistu þeir í bak við lás og slá og lögreglan rannsakar málið.

Þá var bifreið ekið beinustu leið á vegg í Árbænum stuttu eftir miðnætti. Sem betur fer meiddist ökumaðurinn ekki alvarlega, en voru meiðslin minniháttar. Bílinn þurfti að draga af vettvangi með dráttarbifreið en ökumaður bílsins sagðist ætla fara sjálfur og leita sér aðstoðar á slysadeild.

Í Árbæjarhverfi var brotist inn í heimahús og barst lögreglunni tilkynning vegna þess um fimm leytið í gær. Ekki er vitað hvort þjófar höfðu eitthvað á brott með sér en lögreglan rannsakar málið.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í gær. Allir voru þeir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Mennirnir voru handteknir og farið með þá niður á lögreglustöð. Mennirnir voru látnir lausir að sýnatöku lokinni.

Þjófnaður náðist á eftirlitsmyndavél við verslunarmiðstöð. Lögreglu barst tilkynning um að einu af þeim geysivinsælu  rafmagnshlaupahjólum hefði verið. Eftirlitsmyndavélarnar komu svo sannarlega að góðum notum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -