Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Offitusjúklingur opnar sig: „Ég svelti mig í 70 daga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Frá unglingsárum hefur líf mitt, þar til nú, snúist um að á morgun fer ég í megrun, eða í dag er ég í megrun og allan tímann át ég stöðugt, var hömlaus nartari og hafði sektarkennd,“ segir offitusjúklingur sem opnar sig um sjúkdóminn erfiða, matarfíkn .

Eins og aðrir fíknisjúkdómar getur matarfíkn heltekið yfir líf fólks. Allt snýst um að næra fíknina á meðan skömmin, samviskubitið og vanlíðanin er sífellt til staðar.

En það er hjálp að finna og hér má sjá reynslusögu íslensks offitusjúkling, meðlim OA samtakanna.

Hömlulaust nart

„Ég er þakklát ofæta fyrir að hafa í öllu myrkrinu ratað inn í OA. Frá unglingsárum hefur líf mitt, þar til nú, snúist um að á morgun fer ég í megrun, eða í dag er ég í megrun og allan tímann át ég stöðugt, var hömlaus nartari og hafði sektarkennd.

Í OA fann ég í fyrsta sinn kærleika sem virkaði til að stoppa ofátið. Ég hafði verið að skoða vefsíðu OA frá því í marsmánuði 2001 og hugsaði kannski er þetta eitthvað fyrir mig. Ég mætti svo á minn fyrsta fund í janúar 2002. Þar var fullt af „rugluðu“ fólki, fólki sem er eins og ég!

- Auglýsing -

Ég var svo heppin að vera gefið fráhald strax og hef verið í fráhaldi síðan. Fráhald er ekki megrun, heldur að borða skipulega máltíð 3-4 sinnum á dag einu sinni á diskinn. Með því að rjúfa fráhaldið fjórum sinnum á dag og borða án sektarkenndar, í mínu tilfelli venjulegan heimilismat, á ég í dag gott líf.

Einangrun, ótti og vægðarlaus gagnrýni

Líf í ofáti er ömurlegt, það snýst um einangrun frá öðrum, sífelldan ótta við vægðarlausa gagnrýni annarra. Staðreyndin er hins vegar sú að maður er sjálfum sér verstur, það ert þú sjálfur sem segir: Þú ert vonlaus, þú hefur engan viljastyrk. Í OA lærir maður að þetta snýst ekki um viljastyrk heldur það að setja fráhald frá mat í forgang, einn dag í einu.

- Auglýsing -

Mig skorti ekki viljastyrk þegar: Ég svelti mig í 70 daga. — Þegar ég fór í hvern megrunarkúrinn á fætur öðrum. Ég gat þetta allt á hnefanum en ég vissi ekki þá að ég væri með sjúkdóm, matarfíkn, og það er hægt að ná bata með hjálp OA. Það er hins vegar ekki til lækning en meðan ég mæti á fundi og nota OA kerfið er ég heilbrigð, einn dag í einu.

Líf án sektarkenndar og vanlíðunar, er mikil gjöf og fyrir það er ég þakklát.“

OA (Overeaters Anonymous) eru byggð á á 12 spora kerfi AA samtakanna og hjálpa þeim sem eiga sér þá ósk heitasta að halda sig frá matarfíkn. Allar nánari upplýsingar má finna á síðu OA samtakanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -