Ofnæmisþolar í hættu á íslenskum veitingahúsum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Of margir veitingastaðir taka ekki fram ofnæmisvalda í réttum sínum á matseðli. Foreldrar sem eiga börn sem eru svo ólánsöm að vera með ofnæmi eða óþol fyrir hinum ýmsu matvælum hafa lengi reynt að vekja athygli á málefninu.

Getur valdið stressi og vonbrigðum 

Öll eigum við að geta setið við sama borð þegar við gerum okkur dagamun og förum út að borða, eða tökum með okkur tilbúinn mat heim. Svo er þó alls ekki raunin því miður sé horft til ofangreinds hóps og vöntun upplýsinga um ofnæmisvalda hjá veitingahúsum. Það að geta ekki átt greiðan aðgang að þessum upplýsingum getur verið stressandi fyrir foreldra þessarra barna. Það er heldur ekki gott að þegar spurt er um hvort hinn eða þessi  ofnæmisvaldur sé í réttinum að fá ég HELD ekki eða ég er bara alls ekki viss. Það vill vera reynslan því miður að afgreiðslufólkið hefur ekki þá vitneskju. Það er alls ekki þeim að kenna, heldur eigendum veitingastaðanna að vera ekki með þessi mál á hreinu, bæði á matseðli og að fræða starfsfólkið sitt um þetta. Veitingahús létu sem dæmi ekki sitt eftir liggja við að merkja sérstaklega vegan rétti sem er frábært, brugðist var frekar skjótt við því. Þar erum við þó ekki að tala um lífsnauðsynlegar né heilsufars tengdar upplýsingar að ræða, en auðvitað sjálfsagðar. 

Til hægðarauka fyrir alla 

Það eru vissulega til veitingastaðir sem hafa viðeigandi upplýsingar fyrir neytendur sína sem eru með ofnæmi eða óþol, sem er frábært. Málið er bara það að allir veitingastaðir ættu að gera það sama. Það eru mjög margir sem þurfa þessar upplýsingar, stór hópur neytenda. Það væri dásamlegt að sjá fleiri staði taka þetta upp svo að allir gætu farið út að borða áhyggjulausir og án þess að þurfa ekki að eyða löngum tíma, oft með engum árangri við að reyna að finna út úr þessu á staðnum. Þessar upplýsingar mættu gjarnan vera á netinu þar sem neytandinn gæti kynnt sér matseðla og samsetningu þeirra áður en veitingastaðurinn er heimsóttur. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -