Föstudagur 9. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Ofurgyðjan Ásdís Rán leikur stórt hlutverk í ítalskri bíómynd: „Ég leik hjá­konu auðugs manns“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ofurgyðjan Ásdís Rán hefur landað einu af aðal­hlut­verk­un­um í nýj­ustu kvikmynd Lor­enzo Faccenda; en sá er ít­alsk­ur leik­stjóri.

Það er Smartland sem greindi fyrst frá.

Kvikmynd­in verður tek­in upp í Austur-Evróðu – nánar tiltekið í Búlgaríu; er Ásdís Rán nú á leið út í tök­ur.

„Ég fékk drauma­hlut­verk. Ég leik hjá­konu auðugs manns og ræð mann til þess að drepa kon­una hans. Mynd­in er tek­in upp á ensku og fara tök­ur fram í Búlgaríu en mynd­in á að ger­ast í Evr­ópskri stór­borg.

Tök­ur hefjast í byrj­un apríl en ég fer út í næstu viku. Ég á ef­laust ekki erfitt með að setja mig í þetta hlut­verk. Það væri miklu erfiðara fyr­ir mig að leika bóka­safnsvörð. Það er auðvelt fyr­ir mig að setja mig í „fan­sy glamúr­hlut­verk“ því ég hef góða reynslu af því í gegn­um aug­lýs­ing­ar og mynda­tök­ur,“ seg­ir Ásdís Rán og bætir við:

- Auglýsing -

„Ég er að dunda mér í hand­rit­inu núna. Læra söguþráðinn og text­ana mína. Þetta kom bara inn á borð fyr­ir um mánuði þannig að ég hef ekki mjög mik­inn tíma til að und­ir­búa mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -